Framsókn vill leyfa sölu áfengis á sunnudögum Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 15:27 Frá kosningapartýi Framsóknarflokksins haustið 2021. Þar var skálað fyrir góðu gengi í kosningum. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði einnig opin á sunnudögum. sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudaginn í ágúst. Telja þau að „veita þurfi áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta“ og gera auðveldara að opna dyr ÁTVR fyrir neytendum þegar þeim hentar best. Flutningsmenn þessa frumvarps eru Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Sjá einnig: Hækka gjald á áfengi og tóbak Í greinargerð frumvarpsins segir að með tilkomu nýrra áfengisverslana, og þá sérstaklega netverslana, þurfi veita áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta. Þar segir einnig að mögulegt sé að skatttekjur gætu aukist við þessar breytingar, nái þær fram að ganga, en erfitt sé að leggja mat á það. „Að mati flutningsmanna er eðlilegt að áfengisútsölustaðir hafi rétt til að ákveða opnunartíma án þess að það sé skilyrt í lögum. Breytingin sem lögð er til með frumvarpi þessu felur einungis í sér að heimilt verður að hafa áfengisútsölustaði á fyrrgreindum dagsetningum opna, ekki er um skyldu að ræða. Það er talið vera í samræmi við sambærilegar reglur annars staðar á Norðurlöndum.“ Það að bannað sé að hafa verslanir ÁTVR opnar á sunnudögum og öðrum dagsetningum sem nefndar eru hér að ofan, segja flutningsmenn frumvarpsins að gæti leitt til þess að fólk sem vanti áfengi leiti annarra leiða til að nálgast vörurnar. Þær leiðir geti verið að kaupa áfengi af aðilum sem framleiði og selji áfengi með ólöglegum hætti. Frumvarpið sé til þess fallið að áfengi verði áfram selt í öruggu umhverfi þar sem eftirlit sé með aldurstakmörkum og „stuðlað sé að forvörnum“. „Meginefni frumvarpsins snýr að því að auka þjónustu við neytendur og að enn sé viðhaft tilgreint eftirlit með sölu áfengis,“ segir að endingu í greinargerð frumvarpsins. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að markmið þeirra sé meðal annars að „takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu“. Áfengi og tóbak Alþingi Framsóknarflokkurinn Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Flutningsmenn þessa frumvarps eru Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Sjá einnig: Hækka gjald á áfengi og tóbak Í greinargerð frumvarpsins segir að með tilkomu nýrra áfengisverslana, og þá sérstaklega netverslana, þurfi veita áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta. Þar segir einnig að mögulegt sé að skatttekjur gætu aukist við þessar breytingar, nái þær fram að ganga, en erfitt sé að leggja mat á það. „Að mati flutningsmanna er eðlilegt að áfengisútsölustaðir hafi rétt til að ákveða opnunartíma án þess að það sé skilyrt í lögum. Breytingin sem lögð er til með frumvarpi þessu felur einungis í sér að heimilt verður að hafa áfengisútsölustaði á fyrrgreindum dagsetningum opna, ekki er um skyldu að ræða. Það er talið vera í samræmi við sambærilegar reglur annars staðar á Norðurlöndum.“ Það að bannað sé að hafa verslanir ÁTVR opnar á sunnudögum og öðrum dagsetningum sem nefndar eru hér að ofan, segja flutningsmenn frumvarpsins að gæti leitt til þess að fólk sem vanti áfengi leiti annarra leiða til að nálgast vörurnar. Þær leiðir geti verið að kaupa áfengi af aðilum sem framleiði og selji áfengi með ólöglegum hætti. Frumvarpið sé til þess fallið að áfengi verði áfram selt í öruggu umhverfi þar sem eftirlit sé með aldurstakmörkum og „stuðlað sé að forvörnum“. „Meginefni frumvarpsins snýr að því að auka þjónustu við neytendur og að enn sé viðhaft tilgreint eftirlit með sölu áfengis,“ segir að endingu í greinargerð frumvarpsins. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að markmið þeirra sé meðal annars að „takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu“.
Áfengi og tóbak Alþingi Framsóknarflokkurinn Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira