„Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 21:41 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Íslands í kvöld. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira
Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira
Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31
Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15