Korpuskóli skásti möguleikinn í afleitri stöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. september 2022 11:55 Nemendahópar við Hagaskóla þurfa næstu vikurnar að sækja nám sitt í Grafarvogi á meðan viðeigandi ráðstafanir eru gerðar í brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Vísir/Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að nemendur í 8. bekk Hagaskóla verði í vikunni fluttir tímabundið í Korpuskóla í Grafarvogi. Þar mun kennsla fara fram í um 3-5 vikur á meðan leyst er úr brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Formaður Foreldrafélags Hagaskóla segir þetta skásta möguleikann í annars afleitri stöðu. Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“ Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“
Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40
Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01