Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 17:00 Áfram er opin hola við lögnina sem gaf sig. Vísir/Vilhelm Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46