Semja um 6,6 milljarða króna útveggi fyrir nýjan Landspítala Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 12:44 Frá vinstri: Bergþóra Smáradóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði Nýs Landspítala, Aušra Vankevičiūtė Staticus, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Kristín Gestsdóttir verkefnastjóri innkaupaferlis. Nýr Landspítali ohf. Heilbrigðisráðherra undirritaði í dag samning Nýs Landspítala ohf. við litháenska útveggjaverktakann Staticus um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á útveggjum á nýjan meðferðarkjarna. Samningurinn hljóðar upp á 47 milljónir evra eða rétt rúmlega 6,6 milljarða króna. Uppsetningartími útveggja nýja meðferðarkjarnans er áætlaður um fjórtán mánuðir og hafist verður handa í september á næsta ári. Framkvæmdin verður stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í næsta ári og sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins, að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Meðferðarkjarninn verður á hringbraut.Nýr Landspítali ohf. „Þjóðin hefur beðið lengi eftir því að sjá nýja meðferðarkjarna Landspítalans rísa hér við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er gríðarstórt hús. Til að setja það í samhengi þá er framkvæmdin við að reisa útveggina ekki aðeins sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins heldur líka stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í á árinu 2023. Það eru því spennandi tímar fram undan fyrir Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu um undirritun samningsins. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í meginmeðferðarstarfsemi spítalans. Meðferðarkjarninn er hannaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga og annarra bygginga, að því er segir í tilkynningunni. Þar verði bráðamóttaka, gjörgæsla, skurðstofur, hjarta- og æðaþræðingar og myndgreining ásamt legudeildum og annarri stoðþjónustu svo sem dauðhreinsun og apótek fyrir sjúkrahúsið. Heilbrigðisstarfsemi í meðferðarkjarna muni þannig vera hluti af annarri starfsemi í þeim húsum sem þegar eru til staðar á Hringbrautarlóð. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Uppsetningartími útveggja nýja meðferðarkjarnans er áætlaður um fjórtán mánuðir og hafist verður handa í september á næsta ári. Framkvæmdin verður stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í næsta ári og sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins, að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Meðferðarkjarninn verður á hringbraut.Nýr Landspítali ohf. „Þjóðin hefur beðið lengi eftir því að sjá nýja meðferðarkjarna Landspítalans rísa hér við Hringbraut. Meðferðarkjarninn er gríðarstórt hús. Til að setja það í samhengi þá er framkvæmdin við að reisa útveggina ekki aðeins sú stærsta innan Hringbrautarverkefnisins heldur líka stærsta einstaka framkvæmd sem ríkið ræðst í á árinu 2023. Það eru því spennandi tímar fram undan fyrir Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu um undirritun samningsins. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í meginmeðferðarstarfsemi spítalans. Meðferðarkjarninn er hannaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga og annarra bygginga, að því er segir í tilkynningunni. Þar verði bráðamóttaka, gjörgæsla, skurðstofur, hjarta- og æðaþræðingar og myndgreining ásamt legudeildum og annarri stoðþjónustu svo sem dauðhreinsun og apótek fyrir sjúkrahúsið. Heilbrigðisstarfsemi í meðferðarkjarna muni þannig vera hluti af annarri starfsemi í þeim húsum sem þegar eru til staðar á Hringbrautarlóð.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira