Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um Smári Jökull Jónsson skrifar 29. september 2022 21:38 Einar fannst Framarar eiga að taka stigin tvö en fannst gaman að fylgjast með látunum undir lok leiksins. Vísir/Hulda Margrét „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. „Við vorum ekki alveg nógu kúl í hausnum. Þetta er stig, það er betra heldur en ekkert stig og við tökum það með okkur og svo er það áfram gakk,“ sagði Einar enn fremur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Framarar leiddu lengst af í dag, náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en FH tókst að jafna fyrir hlé áður en Fram tók frumkvæðið á ný. Eins og Einar sagði gekk Frömurum á köflum ekki nógu vel að nýta sér stöðu þar sem þeir voru einum fleiri. „Við erum bara með okkar útfærslur og höfum verið að gera þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færin en klikka úr dauðafærum. Á móti Stjörnunni förum við með tvö dauðafæri og í dag að minnsta kosti eitt ef ekki tvö. Okkur vantaði eitt mark í viðbót og þá hefðum við náð betri forystu en í staðinn fá þeir augnablikið með sér og gátu komist yfir,“ bætti Einar við en bæði lið fengu sóknir á lokamínútunni til að ná forystunni. „Þetta er ekkert vesen. Við erum búnir að spila þrjá alveg rosalega jafna leiki, vinna einn og gera tvö jafntefli. Þetta er bara fín æfing fyrir okkur líka og við erum bara brattir.“ FH var aðeins búið að skora fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn enda varnarleikur Fram öflugur. „Við vorum mjög góðir varnarlega í dag en gerum klaufaleg mistök í vörninni sem við vorum búnir að fara vel yfir og ætluðum ekki að gera. Svona er þetta þegar er hátt spennustig í þessu. Ég hefði viljað vera kominn með meira forskot í seinni hálfleik og líka í fyrri hálfleik.“ „Phil Döhler (markvörður FH) var geggjaður í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn góður, markvarslan okkar datt aðeins í seinni hálfleik eftir frábæra markvörslu í fyrri hálfleik. Hún hrapar ansi hressilega í seinni hálfleiknum á meðan mér fannst vörnin standa vel allan leikinn. Svona er þetta, það er alltaf hægt að gera betur en við erum að spila á móti geggjuðu liði og tökum þetta stig bara.“ Undir lokin varð gríðarlega mikill hasar. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, tók aukakast eftir að tíminn var runninn út og skaut beint í andlit leikmanns FH. Litlu munaði að hópslagsmál brytust út, menn tókust vel á og áhorfendur komnir ansi nálægt enda atvikið upp við stúkuna. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar glottandi með Þorstein Gauta standandi bakvið myndavélina. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta,“ sagði Einar að endingu. Fram FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
„Við vorum ekki alveg nógu kúl í hausnum. Þetta er stig, það er betra heldur en ekkert stig og við tökum það með okkur og svo er það áfram gakk,“ sagði Einar enn fremur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Framarar leiddu lengst af í dag, náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en FH tókst að jafna fyrir hlé áður en Fram tók frumkvæðið á ný. Eins og Einar sagði gekk Frömurum á köflum ekki nógu vel að nýta sér stöðu þar sem þeir voru einum fleiri. „Við erum bara með okkar útfærslur og höfum verið að gera þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færin en klikka úr dauðafærum. Á móti Stjörnunni förum við með tvö dauðafæri og í dag að minnsta kosti eitt ef ekki tvö. Okkur vantaði eitt mark í viðbót og þá hefðum við náð betri forystu en í staðinn fá þeir augnablikið með sér og gátu komist yfir,“ bætti Einar við en bæði lið fengu sóknir á lokamínútunni til að ná forystunni. „Þetta er ekkert vesen. Við erum búnir að spila þrjá alveg rosalega jafna leiki, vinna einn og gera tvö jafntefli. Þetta er bara fín æfing fyrir okkur líka og við erum bara brattir.“ FH var aðeins búið að skora fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn enda varnarleikur Fram öflugur. „Við vorum mjög góðir varnarlega í dag en gerum klaufaleg mistök í vörninni sem við vorum búnir að fara vel yfir og ætluðum ekki að gera. Svona er þetta þegar er hátt spennustig í þessu. Ég hefði viljað vera kominn með meira forskot í seinni hálfleik og líka í fyrri hálfleik.“ „Phil Döhler (markvörður FH) var geggjaður í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn góður, markvarslan okkar datt aðeins í seinni hálfleik eftir frábæra markvörslu í fyrri hálfleik. Hún hrapar ansi hressilega í seinni hálfleiknum á meðan mér fannst vörnin standa vel allan leikinn. Svona er þetta, það er alltaf hægt að gera betur en við erum að spila á móti geggjuðu liði og tökum þetta stig bara.“ Undir lokin varð gríðarlega mikill hasar. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, tók aukakast eftir að tíminn var runninn út og skaut beint í andlit leikmanns FH. Litlu munaði að hópslagsmál brytust út, menn tókust vel á og áhorfendur komnir ansi nálægt enda atvikið upp við stúkuna. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar glottandi með Þorstein Gauta standandi bakvið myndavélina. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta,“ sagði Einar að endingu.
Fram FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19