Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 14:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“ Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“
Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira