Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld Árni Konráð Árnason og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 2. október 2022 16:31 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. Það voru Leiknismenn sem byrjuðu leikinn betur og komu sér yfir strax á annari mínútu leiksins. Þar var Mikkel Dahl á ferðinni, Hjalti Sigurðsson gaf sendingu fyrir sem endar á kollinum á Mikkel sem fær frían skalla beint fyrir framan markið. Staðan 0-1 fyrir Leikni. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik var Delphin Tshiembe á ferðinni fyrir Framara. Jannik Holmsgaard sendir á Delphin sem setur boltann fast í þaknetið. Staðan 1-1. Það var fullt af færum í fyrri hálfleiknum en staðan var 1-1 þegar liðin gengu til klefana í hálfleik. Annað mark Framara kom þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleiknum. Þá gefur Tiago Manuel Da Silva boltann utan fótar á Jannik Holmsgaard sem tekur skærin framhjá Viktori Frey Sigurssyni í marki Leiknis og í netið. Staðan 2-1 fyrir Fram. Á 70. mínútu var Frederico Bello Saraiva sem gaf fyrir á Jannik Holmsgaard sem hélt sér réttstæðum á milli varnamanna Leiknis og setur boltann yfir Viktor. Staðan 3-1 fyrir fram. Á 90. mínutu fengu Leiknismenn víti þar sem að Henrik Emil Hahne Berger skoraði örugglega gegn Ólafi Íshólm Ólafssyni í marki Fram. Staðan 3-2 og urðu það lokatölur leiksins. Afhverju vann Fram? Þeir voru góðir sóknarlega og fengu fullt af færum í leiknum sem vantaði herslumunninn til þess að klára. Þeir voru góðir varnarlega fyrir utan markið á fyrstu mínútum leiksins. Þeir spiluðu agaðann sóknarleik og voru fljótir að koma boltanum í burtu þegar Leiknismenn sóttu á. Hverjir stóðu upp úr? Það voru danirnir hjá Fram sem stóðu upp úr, Jannik Holmsgaard sem skoraði tvö mörk og Deplhin Tshiembe sem skoraði eitt mark. Hjá Leikni voru það Henrik Emil Hahne Berger og Mikkel Dahl sem voru með eitt mark hvor. Hvað gekk illa? Bæði lið voru öflug í dag en ætli það sé ekki hægt að skrifa tapið á varnarleik Leiknis í mörkunum. Í seinni tveimur mörkunum voru leikmenn Fram gott sem einir og óáreittir og áttu auðvelt með að klára færið. Hvað gerist næst? Laugardaginn 8. október kl 14:00 sækir Fram ÍA heim. Sunnudaginn 9. október kl 14:00 heimsækja Leiknismenn FH. Sigurður Höskuldsson: „Mér fannst þetta ódýr mörk sem þeir skora“ Sigurður höskuldsson, þjálfari LeiknisVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur eftir 3-2 tap á móti Fram í dag. Leiknir skoraði fyrsta markið á fyrstu mínútum leiksins og misstu leikinn frá sér og því fór sem fór. „Þetta var bara svekkelsi. Við áttum ekkert sérstakan leik í dag. Við byrjum náttúrulega mjög sterkt og skorum strax í byrjun. Fyrri hálfleikurinn kannski jafnræði en vorum ekki nógu sterkir í seinni hálfleik. Mér fannst þetta ódýr mörk sem þeir skora en ég held að Framararnir hefðu átt þetta skilið.“ Leiknismenn gerðu nokkrar breytingar strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og vildi Sigurður fá meiri kraft í leikinn. „Við vorum með öflugan bekk og vildum breyta aðeins til. Fá meiri kraft inn af bekknum og héldum áfram því sem við vorum að gera. Þeir komu vel inn þeir sem að komu inn.“ Sigurður segir að ef liðið á að halda sér uppi þurfi þeir að gera betur heldur en þeir gerðu í dag. „Það eru fjórir leikir eftir en ekki fimm. Við þurfum að vera en í dag ef að við ætlum að halda okkur uppi. Nú er hópurinn orðin breiðari og menn eru að koma til baka úr meiðslum og ég held að Leiknisliðið komi dýrvitlaust í næsta leik. Við þurfum alvöru frammistöðu í næsta leik til að vinna upp fyrir þetta því að heilt yfir, við vorum ekkert hræðilegir en við þurfum að gera betur en þetta. Framararnir voru öflugir hérna í dag og léku okkur grátt.“ Besta deild karla Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. 2. október 2022 19:38
Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. Það voru Leiknismenn sem byrjuðu leikinn betur og komu sér yfir strax á annari mínútu leiksins. Þar var Mikkel Dahl á ferðinni, Hjalti Sigurðsson gaf sendingu fyrir sem endar á kollinum á Mikkel sem fær frían skalla beint fyrir framan markið. Staðan 0-1 fyrir Leikni. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik var Delphin Tshiembe á ferðinni fyrir Framara. Jannik Holmsgaard sendir á Delphin sem setur boltann fast í þaknetið. Staðan 1-1. Það var fullt af færum í fyrri hálfleiknum en staðan var 1-1 þegar liðin gengu til klefana í hálfleik. Annað mark Framara kom þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleiknum. Þá gefur Tiago Manuel Da Silva boltann utan fótar á Jannik Holmsgaard sem tekur skærin framhjá Viktori Frey Sigurssyni í marki Leiknis og í netið. Staðan 2-1 fyrir Fram. Á 70. mínútu var Frederico Bello Saraiva sem gaf fyrir á Jannik Holmsgaard sem hélt sér réttstæðum á milli varnamanna Leiknis og setur boltann yfir Viktor. Staðan 3-1 fyrir fram. Á 90. mínutu fengu Leiknismenn víti þar sem að Henrik Emil Hahne Berger skoraði örugglega gegn Ólafi Íshólm Ólafssyni í marki Fram. Staðan 3-2 og urðu það lokatölur leiksins. Afhverju vann Fram? Þeir voru góðir sóknarlega og fengu fullt af færum í leiknum sem vantaði herslumunninn til þess að klára. Þeir voru góðir varnarlega fyrir utan markið á fyrstu mínútum leiksins. Þeir spiluðu agaðann sóknarleik og voru fljótir að koma boltanum í burtu þegar Leiknismenn sóttu á. Hverjir stóðu upp úr? Það voru danirnir hjá Fram sem stóðu upp úr, Jannik Holmsgaard sem skoraði tvö mörk og Deplhin Tshiembe sem skoraði eitt mark. Hjá Leikni voru það Henrik Emil Hahne Berger og Mikkel Dahl sem voru með eitt mark hvor. Hvað gekk illa? Bæði lið voru öflug í dag en ætli það sé ekki hægt að skrifa tapið á varnarleik Leiknis í mörkunum. Í seinni tveimur mörkunum voru leikmenn Fram gott sem einir og óáreittir og áttu auðvelt með að klára færið. Hvað gerist næst? Laugardaginn 8. október kl 14:00 sækir Fram ÍA heim. Sunnudaginn 9. október kl 14:00 heimsækja Leiknismenn FH. Sigurður Höskuldsson: „Mér fannst þetta ódýr mörk sem þeir skora“ Sigurður höskuldsson, þjálfari LeiknisVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur eftir 3-2 tap á móti Fram í dag. Leiknir skoraði fyrsta markið á fyrstu mínútum leiksins og misstu leikinn frá sér og því fór sem fór. „Þetta var bara svekkelsi. Við áttum ekkert sérstakan leik í dag. Við byrjum náttúrulega mjög sterkt og skorum strax í byrjun. Fyrri hálfleikurinn kannski jafnræði en vorum ekki nógu sterkir í seinni hálfleik. Mér fannst þetta ódýr mörk sem þeir skora en ég held að Framararnir hefðu átt þetta skilið.“ Leiknismenn gerðu nokkrar breytingar strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og vildi Sigurður fá meiri kraft í leikinn. „Við vorum með öflugan bekk og vildum breyta aðeins til. Fá meiri kraft inn af bekknum og héldum áfram því sem við vorum að gera. Þeir komu vel inn þeir sem að komu inn.“ Sigurður segir að ef liðið á að halda sér uppi þurfi þeir að gera betur heldur en þeir gerðu í dag. „Það eru fjórir leikir eftir en ekki fimm. Við þurfum að vera en í dag ef að við ætlum að halda okkur uppi. Nú er hópurinn orðin breiðari og menn eru að koma til baka úr meiðslum og ég held að Leiknisliðið komi dýrvitlaust í næsta leik. Við þurfum alvöru frammistöðu í næsta leik til að vinna upp fyrir þetta því að heilt yfir, við vorum ekkert hræðilegir en við þurfum að gera betur en þetta. Framararnir voru öflugir hérna í dag og léku okkur grátt.“
Besta deild karla Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. 2. október 2022 19:38
„Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. 2. október 2022 19:38
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti