Enski boltinn

Nkunku hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá Chelsea og kemur næsta sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christopher Nkunku mun að öllum líkindum ganga í raðir Chelsea frá RB Leipzig næsta sumar.
Christopher Nkunku mun að öllum líkindum ganga í raðir Chelsea frá RB Leipzig næsta sumar. Vísir/Getty

Franski framherjinn Cristopher Nkunku hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá Chelsea og mun ganga í raðir félagsins frá RB Leipzig eftir tímabilið.

Þetta fullyrðir þýski miðillinn Bild. Nkunku mun ganga til liðs við Chelsea fyrir 52 milljónir punda, en það samsvarar tæpum átta og hálfum milljarði íslenskra króna.

Nkunku var eftirsóttur biti í sumar þar sem ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea og Manchester United voru sögð áhugasöm um leikmanninn. Hnn var með heitari framherjum Evrópu á síðustu leiktíð. Alls spilaði hann 50 leiki fyrir Leipzig í öllum keppnum, skoraði 35 mörk og lagði upp 17 til viðbótar. Nkunku ákvað þó að halda kyrru fyrir hjá Leipzig og skrifaði undir nýjan samning við félagið til ársins 2026.

Þessi 24 ára gamli framherji hefur skorað fjögur mörk fyrir RB Leipzig í fyrstu sjö leikjum tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, en alls hefur hann skorað 53 mörk og lagt upp önnur 48 fyrir liðsfélaga sína í 147 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið.

Þá á hann einnig að baki átta leiki fyrir franska landsliðið, en á enn eftir að skora fyrir þjóð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×