„Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2022 14:31 GettyImages Ungt fólk ver að meðaltali 5 klukkustundum á dag með nefið ofan í farsímanum sínum. Það reiðir sig í æ minna mæli á fréttir úr hefðbundnum fjölmiðlum og fyllist kvíða og vanlíðan ef það er lengi án farsímans. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar. Spánn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar.
Spánn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira