Afhjúpuðu enn meiri hrylling Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2022 19:37 Hryllingurinn í Karkív 25. september hefur nú komið betur í ljós. Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. „Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
„Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23
Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent