Tvítyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 12:01 Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun