Tvítyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 12:01 Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar