Erlent

Felli­bylurinn gæti reynst trygginga­fé­lögum Flórída dýr

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fellibylurinn Ian eyðilagði margt sem á vegi hans varð.
Fellibylurinn Ian eyðilagði margt sem á vegi hans varð. AP/Rebecca Blackwell

Meira en 80 manns eru sögð látin eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída og Norður- og Suður-Karólínu. Búist er við því að viðgerðir og uppbygging ásamt aðstoð vegna fellibylsins muni kosta tugi milljarða Bandaríkjadala. Þar að auki muni fellibylurinn kosta tryggingafélögin augun úr.

Mikil eyðilegging er á svæðunum, þá sérstaklega í Flórída en fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann gekk þar yfir. Bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibylja. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er jafnframt það hæsta. Guardian greinir frá þessu.

Sjávarstaða hækkaði á meðan storminum stóð og var búist við því að fjöldi látinna myndi hækka þegar vatnið myndi ganga til baka. Rafmagnið hafi farið á svæðinu á tímabili og hafi 700 þúsund heimili og fyrirtæki enn verið án rafmagns í gær.

Tryggingafélög á svæðinu eru sögð búa sig undir ógrynni krafa á hendur þeim sem geti kostað allt að 47 milljarða Bandaríkjadala eða 6,9 trilljónir íslenskra króna. Þetta gæti þá orðið dýrasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída síðan 1992.


Tengdar fréttir

Tugir sagðir látnir eftir að Ian gekk yfir Flórída

Björgunarstörf er enn yfirstandandi í Flórída eftir að fellibylurinn Ian olli þar gífurlegu tjóni og mannskaða. Vitað er til þess að tugir hafi dáið vegna fellibylsins og þar af flestir í Flórída en enn er verið að leita í rústunum sem Ian skildi eftir sig.

Ian gæti orðið sá mann­skæðasti í sögu Flórída

Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 

Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian

Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×