Meinlaust eða hyldjúpt og óbrúanlegt kynjamisrétti? Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 4. október 2022 09:31 Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun