Erlent

Hljóta Nóbels­verð­laun fyrir rann­sóknir sínar á sviði skammta­fræði

Atli Ísleifsson skrifar
Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki.
Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki. Nóbelsverðlaun

Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði.

Sænska vísindaakademían tilkynnti um nýjan Nóbelsverðlaunahafa á fréttamannafundi í morgun. Eðlisfræðingarnir frá verðlaunin „fyrir tilraunir sínar með samtengdar ljóseindir (skammtaflækjur) sem brjóta í bága við ójöfnur Bells og leggja grunninn að skammtaupplýsingafræði.“

Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi hlutu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði á síðasta ári fyrir smíði líkana og loftslagsrannsóknir sínar.

Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni. Tilkynnt var um nýjan Nóbelsverðlaunahafa í lífefna- og læknisfræði í gær og var það sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022

  • Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 4. okótber: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 5. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×