Sport

Leo Speight breskur meistari í Taekwondo

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leo Speight tryggði sér sigur á breska meistaramótinu í Taekwondo.
Leo Speight tryggði sér sigur á breska meistaramótinu í Taekwondo. Sveinn Speight

Íslenski Taekwondo-kappinn Leo Speight verð um seinustu helgi breskur meistari í íþróttinni í Senior A -68 kg flokki eftir að sigra í fjórum bardögum.

Alls voru um þúsund keppendur sem tóku þátt á breska meistaramótinu sem fram fór á níu gólfum. Eins og áður segir tryggði Leo sér sigur í Senior A -68 kg flokki eftir sigra í fjórum bardögum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Leo ratar í fréttirnar fyrir góðan árangur sinn í Taekwondo. Fyrr á þessu ári var greint frá því hér á Vísi að kappinn hafi fengið boð í breska landsliðið í íþróttinni.

Breska landsliðið í Taekwondo er eitt sterkasta landslið heims og hefur alið af sér fjöldan allan af heims- og ólympíuverðlaunahöfum.

Leo með verðlaunagripinn.Sveinn Speight

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×