Innlent

Ríkið reyndi að ná fram sáttum í talninga­málinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Magnús Davíð Norðdahl (t.v.) og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi forseti Alþingis, er Magnús afhenti honum kosningakæru.
Magnús Davíð Norðdahl (t.v.) og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi forseti Alþingis, er Magnús afhenti honum kosningakæru. Vísir/Vilhelm

Ríkið hefur boðið fram sáttir í máli tveggja frambjóðanda er varðar umdeilda talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Málið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu á næstunni.

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu en Alþingi hafði áður staðfest kosningarnar þrátt fyrir kæru Píratans Magnúsar Davíðs Norðdahl og Viðreisnarmannsins Guðmundar Gunnarssonar.

Ríkislögmaður, Fanney Rós Þorsteinsdóttir, segir við Fréttablaðið að ríkið hafi reynt að ná fram sáttum í málinu. Hvers eðlis boðnar sáttir voru gat hún ekki staðfest.

Varaþingmennirnir hafa vilja að ríkið viðurkenni brot sín tafarlaust, ráðist í nauðsynlegar lagabreytingar og bæti tjón þeirra sem hlut áttu að málinu.

Málið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu og mun ríkið skila af sér gögnum þangað þann 13. október næstkomandi.


Tengdar fréttir

Magnús Davíð kærir til kjör­bréfa­nefndar og krefst upp­kosningar

Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×