Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 16:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Pablo Hernández, leikmaður Þórs. Samsett/Vísir Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál. Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira