Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 17:36 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni. Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni.
Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira