Bréfið var birt var á vefsíðu skólans nú síðdegis.
„Við munum leggjast á eitt við að vinna vel úr þeim málum sem hafa verið tilkynnt til skólans og bregðast við í samræmi við áætlanir. Skólastjórnendur hafa tekið á móti tillögum nemenda um úrbætur og hvernig megi bæta ferlið þegar upp koma mál af ofangreindum toga,“ segir í bréfinu.
Þá segir að eftir fund stjórnenda í dag með fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hafi verið ákveðið að skólinn yrði einn af samstarfsaðilum þeirra í aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi.
„SÍF er langt komið með áætlunina sem unnin er af þeirra sérfræðingum og við erum tilbúin í samstarf.“
Þá er einnig beðist afsökunar á viðbrögðum stjórnenda þegar komið var að nemendum sem mótmæltu viðbrögðum stjórnenda í gær, en þar kallaði starfsfólk skólans mótmælin „múgæsing“.
Síðdegis sendi Ásmundur Einar Daðason einnig bréf til stjórnenda í framhaldsskólum þar hann boðar þá á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum.