Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 07:31 Hans Niemann tjáði sig í fyrsta sinn eftir ásakanir um að hafa svindlað í margfalt fleiri skákum en hann hafði áður viðurkennt. YouTube/Saint Louis Chess Club Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fleiri fréttir Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fleiri fréttir Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira