Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 07:31 Hans Niemann tjáði sig í fyrsta sinn eftir ásakanir um að hafa svindlað í margfalt fleiri skákum en hann hafði áður viðurkennt. YouTube/Saint Louis Chess Club Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Sjá meira
Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Sjá meira