Sameiginleg verkefni Katrín Jakobsdóttir skrifar 6. október 2022 11:31 Fyrir skömmu síðan sat ég opnun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Skilaboðin þar voru skýr. Heimsfaraldur, stríðsátök og loftslagsváin hafa gert það að verkum að okkur miðar ekki fram á við í verkefninu að gera heiminn að betri stað. Fremur hefur orðið afturför, hvort sem litið er til menntunar barna, jafnréttis kynjanna, fátæktar eða annarra mælikvarða sem mæla velsæld jarðarbúa. Ýmsir aðrir mælikvarðar segja okkur það sama – og segja okkur líka að um margt stendur Ísland ótrúlega vel. Við erum hins vegar ekki eyland í alþjóðlegu samhengi – ef það verður efnahagssamdráttur í Evrópu eða Bandaríkjunum mun það hafa áhrif hér á landi. Árangur skýr Morgunljóst er að aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri skiluðu árangri enda voru leiðarljósin skýr: Að vernda líf og heilsu og lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Staðinn var vörður um almenning og atvinnulíf og árangurinn sést á því að viðspyrnan er sterk. Tölurnar segja sína sögu þar sem hagvaxtarhorfur og staðan á vinnumarkaði er góð, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og afkoma í atvinnulífinu er almennt góð. Þá er staða ríkissjóðs mun betri en útlit var fyrir framan af faraldrinum, skuldastaðan viðráðanleg og allt sem bendir til þess að við munum ná jafnvægi í rekstri ríkissjóðs á ný á næstu árum. En við blasa nýjar áskoranir, aukin þenslumerki og verðbólgan sem hefur minnt rækilega á sig á undanförnum mánuðum. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að hækka vexti og beitt öðrum stjórntækjum sínum til þess að koma böndum á húsnæðismarkaðinn. Þá hefur ríkisstjórnin sett fram aðgerðir í fjárlagafrumvarpi til þess að vinna gegn þenslu. Við sjáum vísbendingar m.a. í tveimur síðustu verðbólgumælingum Hagstofunnar um að þessar aðgerðir séu að skila árangri þó að enn sé ekki tímabært að hrósa happi. Allt minnir þetta hins vegar á að ákvarðanir stjórnmálanna geta skipt sköpum um hvernig samfélaginu vegnar. Jöfnuður er leiðarljósið Þó að staðan sé almennt góð er svigrúm fólks til að mæta aðstæðunum misjafnt. Þess vegna lögðum við ríka áherslu á að grípa til mótvægisaðgerða strax í vor til þess að verja þá hópa sem hafa minnst svigrúm til að mæta hækkandi verðlagi og vöxtum með því að styrkja almannatryggingar, húsnæðisbætur og stuðning við barnafólk. Og sú vegferð heldur áfram. Á vettvangi Þjóðhagsráðs þar sem aðilar vinnumarkaðar sitja ásamt fulltrúum stjórnvalda, sveitarfélaga og Seðlabanka, höfum við á undanförnum mánuðum unnið að tillögum að umbótum á húsnæðismarkaði sem snúa einkum að auknu og stöðugra framboði á húsnæði, skilvirkari og betri húsnæðisstuðningi og réttarbótum fyrir leigjendur. Allt eru þetta mikilvægir þættir til að draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði, auka húsnæðisöryggi og bæta lífskjör. Vinna stendur líka yfir við endurskoðun á barnabótakerfinu sem við viljum halda áfram að byggja upp enda mikilvægt tekjujöfnunartæki sem styður við fólk á mikilvægu tímabili lífsins þegar framfærslukostnaður er hár. Og við viljum fjölga þeim sem fá barnabætur á sama tíma og við viljum styðja best við þau sem lægstar tekjurnar hafa. Vanmetum ekki áhrif álagsins Við finnum öll til þreytu í samfélaginu eftir tvö ár af heimsfaraldri. Við þurftum öll að endurskoða daglega tilveru okkar. Við vorum í sóttkví með börnum, að sinna öldruðum foreldrum eða að sinna vinum og vandamönnum í einangrun eða sóttkví. Á sama tíma þurftum við að breyta vinnulagi okkar, sum þurftu að vinna heima en önnur að vinna við erfiðar aðstæður, sum í þungum hlífðarfatnaði heilu dagana. Og allt það sem við gerum til að gleðjast; hitta fjölskyldu og vini eða njóta menningar- og íþróttaviðburða eða gleðjast saman með öðrum hætti – það var ekki hægt. Það er engin furða að við skynjum þreytu víða – ekki síst hjá þeim sem stóðu í ströngu þessi tvö ár innan velferðarkerfisins, heilbrigðisþjónustunnar og skólanna. Stjórnvöld ákváðu að verja sérstökum fjármunum í félagslegar aðgerðir að loknum heimsfaraldri – milljarði á árunum 2023 – 2025. Við þurfum nefnilega að huga vel að velferð ólíkra hópa eftir þetta langa og stranga álagspróf. Velsældarhagkerfið Eitt af fyrstu verkefnum mínum í forsætisráðuneytinu var að hefja samstarf við Nýja-Sjáland og Skotland um svokölluð velsældarhagkerfi. Í þann hóp hafa svo bæst Finnland og Wales. Liður í þessu verkefni var að búa til velsældarmælikvarða en þá má nú finna á vef Hagstofunnar. Þessi hugmyndafræði tengist framtíðarsýn okkar um Sjálfbært Ísland í efnahags- samfélags- og umhverfismálum og segja má að velsældarvísarnir séu eins konar landsmælikvarðar okkar í þeim efnum. Samhliða þessu settu stjórnvöld tilteknar velsældaráherslur inn í fjármálaáætlun. Eftir langan undirbúning vona ég að fyrir áramót verði allir 39 mælikvarðarnir tilbúnir og sýni sem nýjastar upplýsingar um efnahag, samfélag og umhverfi. Þá gefst líka tækifæri til að mæla árangurinn af áherslum stjórnvalda í fjármálum ríkisins. Við vitum öll að Ísland stendur um margt vel í alþjóðlegum samanburði og við eigum að halda áfram á þeirri braut. Við viljum tryggja velsæld fólksins í landinu – það leiðarljós mun skila okkur áframhaldandi árangr fyrir samfélagið allt. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan sat ég opnun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Skilaboðin þar voru skýr. Heimsfaraldur, stríðsátök og loftslagsváin hafa gert það að verkum að okkur miðar ekki fram á við í verkefninu að gera heiminn að betri stað. Fremur hefur orðið afturför, hvort sem litið er til menntunar barna, jafnréttis kynjanna, fátæktar eða annarra mælikvarða sem mæla velsæld jarðarbúa. Ýmsir aðrir mælikvarðar segja okkur það sama – og segja okkur líka að um margt stendur Ísland ótrúlega vel. Við erum hins vegar ekki eyland í alþjóðlegu samhengi – ef það verður efnahagssamdráttur í Evrópu eða Bandaríkjunum mun það hafa áhrif hér á landi. Árangur skýr Morgunljóst er að aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldri skiluðu árangri enda voru leiðarljósin skýr: Að vernda líf og heilsu og lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Staðinn var vörður um almenning og atvinnulíf og árangurinn sést á því að viðspyrnan er sterk. Tölurnar segja sína sögu þar sem hagvaxtarhorfur og staðan á vinnumarkaði er góð, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og afkoma í atvinnulífinu er almennt góð. Þá er staða ríkissjóðs mun betri en útlit var fyrir framan af faraldrinum, skuldastaðan viðráðanleg og allt sem bendir til þess að við munum ná jafnvægi í rekstri ríkissjóðs á ný á næstu árum. En við blasa nýjar áskoranir, aukin þenslumerki og verðbólgan sem hefur minnt rækilega á sig á undanförnum mánuðum. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að hækka vexti og beitt öðrum stjórntækjum sínum til þess að koma böndum á húsnæðismarkaðinn. Þá hefur ríkisstjórnin sett fram aðgerðir í fjárlagafrumvarpi til þess að vinna gegn þenslu. Við sjáum vísbendingar m.a. í tveimur síðustu verðbólgumælingum Hagstofunnar um að þessar aðgerðir séu að skila árangri þó að enn sé ekki tímabært að hrósa happi. Allt minnir þetta hins vegar á að ákvarðanir stjórnmálanna geta skipt sköpum um hvernig samfélaginu vegnar. Jöfnuður er leiðarljósið Þó að staðan sé almennt góð er svigrúm fólks til að mæta aðstæðunum misjafnt. Þess vegna lögðum við ríka áherslu á að grípa til mótvægisaðgerða strax í vor til þess að verja þá hópa sem hafa minnst svigrúm til að mæta hækkandi verðlagi og vöxtum með því að styrkja almannatryggingar, húsnæðisbætur og stuðning við barnafólk. Og sú vegferð heldur áfram. Á vettvangi Þjóðhagsráðs þar sem aðilar vinnumarkaðar sitja ásamt fulltrúum stjórnvalda, sveitarfélaga og Seðlabanka, höfum við á undanförnum mánuðum unnið að tillögum að umbótum á húsnæðismarkaði sem snúa einkum að auknu og stöðugra framboði á húsnæði, skilvirkari og betri húsnæðisstuðningi og réttarbótum fyrir leigjendur. Allt eru þetta mikilvægir þættir til að draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði, auka húsnæðisöryggi og bæta lífskjör. Vinna stendur líka yfir við endurskoðun á barnabótakerfinu sem við viljum halda áfram að byggja upp enda mikilvægt tekjujöfnunartæki sem styður við fólk á mikilvægu tímabili lífsins þegar framfærslukostnaður er hár. Og við viljum fjölga þeim sem fá barnabætur á sama tíma og við viljum styðja best við þau sem lægstar tekjurnar hafa. Vanmetum ekki áhrif álagsins Við finnum öll til þreytu í samfélaginu eftir tvö ár af heimsfaraldri. Við þurftum öll að endurskoða daglega tilveru okkar. Við vorum í sóttkví með börnum, að sinna öldruðum foreldrum eða að sinna vinum og vandamönnum í einangrun eða sóttkví. Á sama tíma þurftum við að breyta vinnulagi okkar, sum þurftu að vinna heima en önnur að vinna við erfiðar aðstæður, sum í þungum hlífðarfatnaði heilu dagana. Og allt það sem við gerum til að gleðjast; hitta fjölskyldu og vini eða njóta menningar- og íþróttaviðburða eða gleðjast saman með öðrum hætti – það var ekki hægt. Það er engin furða að við skynjum þreytu víða – ekki síst hjá þeim sem stóðu í ströngu þessi tvö ár innan velferðarkerfisins, heilbrigðisþjónustunnar og skólanna. Stjórnvöld ákváðu að verja sérstökum fjármunum í félagslegar aðgerðir að loknum heimsfaraldri – milljarði á árunum 2023 – 2025. Við þurfum nefnilega að huga vel að velferð ólíkra hópa eftir þetta langa og stranga álagspróf. Velsældarhagkerfið Eitt af fyrstu verkefnum mínum í forsætisráðuneytinu var að hefja samstarf við Nýja-Sjáland og Skotland um svokölluð velsældarhagkerfi. Í þann hóp hafa svo bæst Finnland og Wales. Liður í þessu verkefni var að búa til velsældarmælikvarða en þá má nú finna á vef Hagstofunnar. Þessi hugmyndafræði tengist framtíðarsýn okkar um Sjálfbært Ísland í efnahags- samfélags- og umhverfismálum og segja má að velsældarvísarnir séu eins konar landsmælikvarðar okkar í þeim efnum. Samhliða þessu settu stjórnvöld tilteknar velsældaráherslur inn í fjármálaáætlun. Eftir langan undirbúning vona ég að fyrir áramót verði allir 39 mælikvarðarnir tilbúnir og sýni sem nýjastar upplýsingar um efnahag, samfélag og umhverfi. Þá gefst líka tækifæri til að mæla árangurinn af áherslum stjórnvalda í fjármálum ríkisins. Við vitum öll að Ísland stendur um margt vel í alþjóðlegum samanburði og við eigum að halda áfram á þeirri braut. Við viljum tryggja velsæld fólksins í landinu – það leiðarljós mun skila okkur áframhaldandi árangr fyrir samfélagið allt. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar