Ian líklega mannskæðasti fellibylur Flórída frá 1935 Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 10:27 Enn er verið að leita í rústum húsa í Flórída. AP/Rebecca Blackwell Fellibylurinn Ian er líklega sá mannskæðasti sem gengið hefur yfir Flórída frá árinu 1935. Fjöldi dauðsfalla er enn á reiki og tala miðlar vestanhafs um að allt að 120 dauðsföll vegna fellibylsins hafi verið staðfest. Enn er verið að leita í rústum húsa. Rúmlega helmingur þeirra sem dó er sagður hafa drukknað og flestir þeirra voru aldraðir. Fólkið drukknaði að mestu vegna sjávarflóða sem fylgdu Ian. Í frétt Washington Post segir að öldurnar hafi náð allt að 5,5 metra hæð og þær hafi rifið niður heilu húsin. Lík einnar konu fannst flækt í víra undir rústum húss hennar. Þá ræddi blaðamaður WP við nokkrar konur sem voru saman í fríi. Þær héldu til í húsi sem þær höfðu leigt og þurftu að flýja upp á efri hæð þess vegna sjávarflóða. Þar voru þær upp í rúmi en sjórinn náði að endingu upp á efri hæðina og flaut rúmið upp undir lofti hússins áður en það hrundi. Við það fékk ein kvennanna fjögurra nagla í hálsinn og dó. Þó vika sé liðin frá því Ian gekk á land í Flórída er tjón enn að koma í ljós og sérstaklega í dreifðari byggðum Flórída eins og á eyjum. Árið 1925 dóu um 2.500 manns vegna fellibyls og er hann sá mannskæðasti í sögu Flórída. Hér að neðan má sjá langt myndband frá héraðsmiðlinum NBC2 News sem tekið var úr þyrlu yfir bænum Fort Myers í Flórída. Ian fór verulega illa með þann bæ. Bandaríkin Fellibylurinn Ian Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fellibylurinn gæti reynst tryggingafélögum Flórída dýr Meira en 80 manns eru sögð látin eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída og Norður- og Suður-Karólínu. Búist er við því að viðgerðir og uppbygging ásamt aðstoð vegna fellibylsins muni kosta tugi milljarða Bandaríkjadala. Þar að auki muni fellibylurinn kosta tryggingafélögin augun úr. 3. október 2022 14:32 Tugir sagðir látnir eftir að Ian gekk yfir Flórída Björgunarstörf er enn yfirstandandi í Flórída eftir að fellibylurinn Ian olli þar gífurlegu tjóni og mannskaða. Vitað er til þess að tugir hafi dáið vegna fellibylsins og þar af flestir í Flórída en enn er verið að leita í rústunum sem Ian skildi eftir sig. 1. október 2022 17:53 Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. 30. september 2022 21:45 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Rúmlega helmingur þeirra sem dó er sagður hafa drukknað og flestir þeirra voru aldraðir. Fólkið drukknaði að mestu vegna sjávarflóða sem fylgdu Ian. Í frétt Washington Post segir að öldurnar hafi náð allt að 5,5 metra hæð og þær hafi rifið niður heilu húsin. Lík einnar konu fannst flækt í víra undir rústum húss hennar. Þá ræddi blaðamaður WP við nokkrar konur sem voru saman í fríi. Þær héldu til í húsi sem þær höfðu leigt og þurftu að flýja upp á efri hæð þess vegna sjávarflóða. Þar voru þær upp í rúmi en sjórinn náði að endingu upp á efri hæðina og flaut rúmið upp undir lofti hússins áður en það hrundi. Við það fékk ein kvennanna fjögurra nagla í hálsinn og dó. Þó vika sé liðin frá því Ian gekk á land í Flórída er tjón enn að koma í ljós og sérstaklega í dreifðari byggðum Flórída eins og á eyjum. Árið 1925 dóu um 2.500 manns vegna fellibyls og er hann sá mannskæðasti í sögu Flórída. Hér að neðan má sjá langt myndband frá héraðsmiðlinum NBC2 News sem tekið var úr þyrlu yfir bænum Fort Myers í Flórída. Ian fór verulega illa með þann bæ.
Bandaríkin Fellibylurinn Ian Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fellibylurinn gæti reynst tryggingafélögum Flórída dýr Meira en 80 manns eru sögð látin eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída og Norður- og Suður-Karólínu. Búist er við því að viðgerðir og uppbygging ásamt aðstoð vegna fellibylsins muni kosta tugi milljarða Bandaríkjadala. Þar að auki muni fellibylurinn kosta tryggingafélögin augun úr. 3. október 2022 14:32 Tugir sagðir látnir eftir að Ian gekk yfir Flórída Björgunarstörf er enn yfirstandandi í Flórída eftir að fellibylurinn Ian olli þar gífurlegu tjóni og mannskaða. Vitað er til þess að tugir hafi dáið vegna fellibylsins og þar af flestir í Flórída en enn er verið að leita í rústunum sem Ian skildi eftir sig. 1. október 2022 17:53 Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. 30. september 2022 21:45 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Fellibylurinn gæti reynst tryggingafélögum Flórída dýr Meira en 80 manns eru sögð látin eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída og Norður- og Suður-Karólínu. Búist er við því að viðgerðir og uppbygging ásamt aðstoð vegna fellibylsins muni kosta tugi milljarða Bandaríkjadala. Þar að auki muni fellibylurinn kosta tryggingafélögin augun úr. 3. október 2022 14:32
Tugir sagðir látnir eftir að Ian gekk yfir Flórída Björgunarstörf er enn yfirstandandi í Flórída eftir að fellibylurinn Ian olli þar gífurlegu tjóni og mannskaða. Vitað er til þess að tugir hafi dáið vegna fellibylsins og þar af flestir í Flórída en enn er verið að leita í rústunum sem Ian skildi eftir sig. 1. október 2022 17:53
Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. 30. september 2022 21:45
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38