Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ Hópur leiðtoga í verkalýðsfélögum skrifar 6. október 2022 14:01 Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta. Ragnar Þór hefur jafnframt lýst því yfir að hann ætli sér ekki að sleppa tökunum á VR í komandi kjaraviðræðum og sitja sem formaður samninganefndar VR. Sú framganga formanns VR ætti þó að gefa auga leið að það er ekki bæði hægt að leiða kjaraviðræður fyrir hönd VR og koma samtímis fram sem forseti fyrir hönd allra landssambanda ASÍ í viðræðum við stjórnvöld og eftir atvikum atvinnurekendur. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið, enda um augljósan hagsmunaárekstur að ræða. Einfölduð sýn á lýðræðið Síðastliðin misseri hafa einkennst af heiftarlegum innanbúðarátökum innan ASÍ, sem eiga rætur sínar í valdsækni Ragnars Þórs og hugmyndum hans og Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að þar sem þau fari fyrir stærstu félögum ASÍ beri sambandinu að stjórnast af þeirra hugmyndum og vilja. Þetta er ekki aðeins einfölduð sýn á lýðræðið, heldur einnig rangt því æðsta vald ASÍ er þing sambandsins, ekki formenn aðildarfélaga, hvort sem félögin sem þeir fara fyrir eru stór eða smá. Milli þinga fer miðstjórn með ákvarðanatökuvald og hefur þá skyldu að framfylgja stefnumörkun þingsins. Einstaka formenn geta ekki tekið sér það vald að sniðganga þær ákvarðanir og vilji þeir nýjar áherslur er þingið vettvangurinn til að leggja fram tillögur. Þessi afstaða til ákvarðanatöku innan ASÍ hefur komið fram opinberlega og á fundum innan hreyfingarinnar þar sem bæði Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað haft í hótunum og jafnvel gengið á dyr ef annað fundarfólk tekur ekki undir þeirra sjónarmið í stórum málum og smáum þegar í stað. Nýlegast dæmið birtist þegar Ragnar tilkynnti framboð sitt til forseta ASÍ og hótaði því samtímis að ef hann fengi ekki stuðning í embættið þá myndi hann draga VR og Landsamband verslunarmanna út úr ASÍ, líkt og það væri í hans valdi að taka svo mikilvæga ákvörðun einn. Ragnar Þór sagði sig einnig úr miðstjórn, ásamt Vilhjálmi Birgissyni, þegar hugmyndir þeirra um að skerða framlög atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks varð ekki ofan á í upphafi Covid-faraldursins. Þetta er eina tilfellið sem við vitum um að forystumenn í stéttarfélögum gangi á dyr vegna þess að ekki er fallist á tillögur þeirra um að skerða kjör launafólks. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa líka efnt til ágreinings þar sem hann er ekki fyrir hendi eða þar sem lítið ber í milli, allt í þeim tilgangi að ná yfirráðum og völdum. Sem dæmi má nefna ítrekaðar umræður þeirra um SALEK, líkt og það sé viðfangsefni hreyfingarinnar núna. Í því samhengi er rétt að benda á þá staðreynd að það voru þingfulltrúar á Þingi ASÍ árið 2016 sem slógu SALEK-hugmyndir og umræðu út af borðinu og um það var nokkuð víðtæk samstaða meðal þingfulltrúa. Valdabandalag umfram félagsfólk Síðastliðinn vetur kom upp harkalegur ágreiningur innan ASÍ vegna hópuppsagna skrifstofufólks hjá skrifstofu Eflingar – stéttarfélags. Sneri ágreiningurinn að því hvort slík framkvæmd stéttarfélags gegn starfsfólki þess væri réttlætanleg. Stóð þáverandi forseti ASÍ, Drífa Snædal, í fylkingarbrjósti til varnar réttindum starfsfólks á sama tíma og formaður SGS, Vilhjálmur Birgisson, og formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, þögðu þunnu hljóði og komu félagsfólki SGS og VR ekki til varnar. Forsagan var sú að Sólveig Anna hafði sagt af sér embætti sem formaður Eflingar þar sem starfsfólk félagsins vildi ekki tjá sig opinberlega með þeim hætti sem henni þótti rétt og henta sér. Hún bauð sig svo aftur fram til embættis og hluti af kosningabaráttunni var að ausa starfsfólk skrifstofunnar svívirðingum. Um leið og hún komst til valda að nýju rak hún allt starfsfólkið í nafni hagræðingar og jafnlaunavottunar og auglýsti störfin aftur. Svo alvarlegt er þetta mál að VR hefur dregið Eflingu fyrir Félagsdóm til að gæta hagsmuna sinna félagsmanna. Ragnar Þór hefur hins vegar aldrei fordæmt uppsögnina og þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi. Þvert á móti hefur hann lýsti yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR. ASÍ þarf trúverðugan forseta Verkalýðshreyfingin hefur lagt grunninn að þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi í dag. Forsendan hefur verið að geta komið sameinuð fram gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum í stórum réttindamálum. Þannig varð helgarfríið til á Íslandi, þannig eignuðumst við sumarfrí, veikindarétt og fæðingarorlof, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Verkefnin fram undan eru ærin: baráttan gegn ójöfnuði og launaþjófnaði og krafan um styttri vinnuviku og átak í húsnæðismálum eru þar á meðal. Við þurfum að hafa fólk í stafni sem getur unnið að þessum málum og hefur til þess bæði styrk og trúverðugleika. Forseti ASÍ þarf að geta leitt saman ólík sjónarmið og verið trúverðugur talsmaður launafólks gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum, sem og í opinberri umræðu. Við teljum að Ragnar Þór sé ekki fær um að valda þessu hlutverki. Hann kann illa á lýðræðislega umræðu, grípur stöðugt til hótana og gengur á dyr ef hann fær ekki sínu fram. Hann hefur ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og getur því ekki setið í stafni hjá sambandinu eða farið fyrir öflugri skrifstofu þess. Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hann jafnframt glatað trúverðugleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi. Við berum vonir til þess að fram stígi frambjóðandi sem getur leitt fólk saman og hefur áhuga á að vinna fyrir öll aðildarfélögin og fyrir allt launafólk sem undir þau heyra. Þegar allt kemur til alls er það launafólk í landinu sem á verkalýðshreyfinguna, ekki einstaklingar sem hafa valist þar til starfa. Við teljum því nauðsynlegt að félagsfólk í stéttarfélögum sem heyra undir ASÍ sé upplýst um þróun mála í aðdraganda þings ASÍ. Eyþór Þ. Árnason, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Gundega Jaunlinina, varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði Guðmundur Finnbogason, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags Hrund Karlsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur Jóhann Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, Akureyri Magnús S. Magnússon, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar-stéttarfélags Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar Vignir Smári Maríasson, formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta. Ragnar Þór hefur jafnframt lýst því yfir að hann ætli sér ekki að sleppa tökunum á VR í komandi kjaraviðræðum og sitja sem formaður samninganefndar VR. Sú framganga formanns VR ætti þó að gefa auga leið að það er ekki bæði hægt að leiða kjaraviðræður fyrir hönd VR og koma samtímis fram sem forseti fyrir hönd allra landssambanda ASÍ í viðræðum við stjórnvöld og eftir atvikum atvinnurekendur. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið, enda um augljósan hagsmunaárekstur að ræða. Einfölduð sýn á lýðræðið Síðastliðin misseri hafa einkennst af heiftarlegum innanbúðarátökum innan ASÍ, sem eiga rætur sínar í valdsækni Ragnars Þórs og hugmyndum hans og Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að þar sem þau fari fyrir stærstu félögum ASÍ beri sambandinu að stjórnast af þeirra hugmyndum og vilja. Þetta er ekki aðeins einfölduð sýn á lýðræðið, heldur einnig rangt því æðsta vald ASÍ er þing sambandsins, ekki formenn aðildarfélaga, hvort sem félögin sem þeir fara fyrir eru stór eða smá. Milli þinga fer miðstjórn með ákvarðanatökuvald og hefur þá skyldu að framfylgja stefnumörkun þingsins. Einstaka formenn geta ekki tekið sér það vald að sniðganga þær ákvarðanir og vilji þeir nýjar áherslur er þingið vettvangurinn til að leggja fram tillögur. Þessi afstaða til ákvarðanatöku innan ASÍ hefur komið fram opinberlega og á fundum innan hreyfingarinnar þar sem bæði Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa ítrekað haft í hótunum og jafnvel gengið á dyr ef annað fundarfólk tekur ekki undir þeirra sjónarmið í stórum málum og smáum þegar í stað. Nýlegast dæmið birtist þegar Ragnar tilkynnti framboð sitt til forseta ASÍ og hótaði því samtímis að ef hann fengi ekki stuðning í embættið þá myndi hann draga VR og Landsamband verslunarmanna út úr ASÍ, líkt og það væri í hans valdi að taka svo mikilvæga ákvörðun einn. Ragnar Þór sagði sig einnig úr miðstjórn, ásamt Vilhjálmi Birgissyni, þegar hugmyndir þeirra um að skerða framlög atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks varð ekki ofan á í upphafi Covid-faraldursins. Þetta er eina tilfellið sem við vitum um að forystumenn í stéttarfélögum gangi á dyr vegna þess að ekki er fallist á tillögur þeirra um að skerða kjör launafólks. Ragnar Þór og Sólveig Anna hafa líka efnt til ágreinings þar sem hann er ekki fyrir hendi eða þar sem lítið ber í milli, allt í þeim tilgangi að ná yfirráðum og völdum. Sem dæmi má nefna ítrekaðar umræður þeirra um SALEK, líkt og það sé viðfangsefni hreyfingarinnar núna. Í því samhengi er rétt að benda á þá staðreynd að það voru þingfulltrúar á Þingi ASÍ árið 2016 sem slógu SALEK-hugmyndir og umræðu út af borðinu og um það var nokkuð víðtæk samstaða meðal þingfulltrúa. Valdabandalag umfram félagsfólk Síðastliðinn vetur kom upp harkalegur ágreiningur innan ASÍ vegna hópuppsagna skrifstofufólks hjá skrifstofu Eflingar – stéttarfélags. Sneri ágreiningurinn að því hvort slík framkvæmd stéttarfélags gegn starfsfólki þess væri réttlætanleg. Stóð þáverandi forseti ASÍ, Drífa Snædal, í fylkingarbrjósti til varnar réttindum starfsfólks á sama tíma og formaður SGS, Vilhjálmur Birgisson, og formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, þögðu þunnu hljóði og komu félagsfólki SGS og VR ekki til varnar. Forsagan var sú að Sólveig Anna hafði sagt af sér embætti sem formaður Eflingar þar sem starfsfólk félagsins vildi ekki tjá sig opinberlega með þeim hætti sem henni þótti rétt og henta sér. Hún bauð sig svo aftur fram til embættis og hluti af kosningabaráttunni var að ausa starfsfólk skrifstofunnar svívirðingum. Um leið og hún komst til valda að nýju rak hún allt starfsfólkið í nafni hagræðingar og jafnlaunavottunar og auglýsti störfin aftur. Svo alvarlegt er þetta mál að VR hefur dregið Eflingu fyrir Félagsdóm til að gæta hagsmuna sinna félagsmanna. Ragnar Þór hefur hins vegar aldrei fordæmt uppsögnina og þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi. Þvert á móti hefur hann lýsti yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR. ASÍ þarf trúverðugan forseta Verkalýðshreyfingin hefur lagt grunninn að þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi í dag. Forsendan hefur verið að geta komið sameinuð fram gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum í stórum réttindamálum. Þannig varð helgarfríið til á Íslandi, þannig eignuðumst við sumarfrí, veikindarétt og fæðingarorlof, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Verkefnin fram undan eru ærin: baráttan gegn ójöfnuði og launaþjófnaði og krafan um styttri vinnuviku og átak í húsnæðismálum eru þar á meðal. Við þurfum að hafa fólk í stafni sem getur unnið að þessum málum og hefur til þess bæði styrk og trúverðugleika. Forseti ASÍ þarf að geta leitt saman ólík sjónarmið og verið trúverðugur talsmaður launafólks gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum, sem og í opinberri umræðu. Við teljum að Ragnar Þór sé ekki fær um að valda þessu hlutverki. Hann kann illa á lýðræðislega umræðu, grípur stöðugt til hótana og gengur á dyr ef hann fær ekki sínu fram. Hann hefur ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og getur því ekki setið í stafni hjá sambandinu eða farið fyrir öflugri skrifstofu þess. Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hann jafnframt glatað trúverðugleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi. Við berum vonir til þess að fram stígi frambjóðandi sem getur leitt fólk saman og hefur áhuga á að vinna fyrir öll aðildarfélögin og fyrir allt launafólk sem undir þau heyra. Þegar allt kemur til alls er það launafólk í landinu sem á verkalýðshreyfinguna, ekki einstaklingar sem hafa valist þar til starfa. Við teljum því nauðsynlegt að félagsfólk í stéttarfélögum sem heyra undir ASÍ sé upplýst um þróun mála í aðdraganda þings ASÍ. Eyþór Þ. Árnason, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Gundega Jaunlinina, varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði Guðmundur Finnbogason, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags Hrund Karlsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur Jóhann Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, Akureyri Magnús S. Magnússon, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar-stéttarfélags Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar Vignir Smári Maríasson, formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun