Hafnarfjarðarbær vinnur að breytingum á skipulagi leikskóla sinna Kristín Thoroddsen skrifar 6. október 2022 17:01 Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Grunnskólar Kristín Thoroddsen Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur formlega ýtt úr vör vinnu við að endurskilgreina skipulag leikskóla bæjarins. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum til að standa vörð um það faglega nám sem fram fer í leikskólum. Umræðan um mönnunarvanda leikskóla, skort á leikskólakennurum á landinu og réttmætt ákall foreldra um að koma börnum sínum inn í leikskóla hefur verið töluverð á undanförnum vikum og í raun mánuðum og árum. Við hér í Hafnarfirði tökum verkefninu alvarlega og teljum að með samtali við allt það fagfólk sem við höfum kallað að borðinu og starfa bæði í leikskólunum okkar, á menntasviði bæjarins, Félagi leikskólakennara og annara fagaðila munum við skila af okkur verklagi sem gerir gott starf í leikskólum Hafnarfjarðar enn betra. Stillum af starfsumhverfi leik- og grunnskóla Mikil breyting til hins betra hefur átt sér stað í starfsumhverfi og kjaramálum kennara en lítil breyting hefur átt sér stað í skipulagi leikskólastarfsins. Ljóst er að breyting á lögum sem tóku gildi um leyfisbréf þvert á skólastig hefur einnig ýtt undir það að skoða þarf starfsaðstæður þeirra kennara sem starfa í leikskólum. Eitt af verkefnunum er því meðal annars það að stilla af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færa þannig starfsumhverfi leik- og grunnskóla nær hvort öðru og halda jöfnu flæði á milli skólastiga. Stytting vinnuvikunnar er einnig áskorun í leikskólum en í henni felast tækifæri sem vert er að skoða betur. Sem formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar hef ég trú á því að við getum gert betur. Ég skynja ákall um breytingar í samfélaginu ekki aðeins meðal kennara heldur einnig meðal foreldra, sveitarfélaga og ríkisins enda um mikilvæga menntastofnun að ræða. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar