Vill gefa Reykjavík risaeðlu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 16:51 Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann. Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári. Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári.
Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira