Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 18:50 Hvalveiðiþorpið Gambell á St. Lawrence-eyju í Alaska. Þar búa um sex hundruð manns af Yupik-ættbálki inúíta. Vísir/Getty Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59
Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30