ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 08:00 Tylan Birts var stigahæstur ÍR í sigrinum gegn Njarðvík í gær. Hann skoraði 23 stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar. VÍSIR/BÁRA Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás. ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu. Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Sjá meira
ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu.
Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Sjá meira