Íslenski boltinn

Grindvíkingar reyndu að fá Einar Guðna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Guðnason á sigurstundu. Hann sagði nei við Grindavík.
Einar Guðnason á sigurstundu. Hann sagði nei við Grindavík. vísir/vilhelm

Grindavík, sem leikur í Lengjudeild karla í fótbolta, reyndi að fá Einar Guðnason sem næsta þjálfara liðsins en án árangurs.

Grindvíkingar eru í þjálfaraleit eftir að ákveðið var að framlengja ekki samstarfið við Alfreð Elías Jóhannsson. Grindavík endaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.

Forráðamenn Grindavíkur föluðust eftir því að fá Einar, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Víkings, til að taka við liðinu. Þetta kom fram í Þungavigtinni.

„Þeir reyndu eins og rjúpan við staurinn að fá Einar Guðna sem var aðstoðarþjálfari hjá Arnari Gunnlaugssyni í fyrra en það gekk ekki. Konan hans er í læknanámi í Svíþjóð og hann sagði bara því miður nei takk við Grindvíkinga, fyrir þá,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson og bætti við að hann væri ánægður með Grindvíkinga að reyna að fá Einar því hann teldi hann hafa fullt fram að færa.

Klippa: Þungavigtin - Þjálfaraleit Grindavíkur

Mikael Nikúlásson nefndi jafnframt að Grindavík hefði rætt við Þórhall Dan Jóhannsson. Þá bað Kristján Óli almættið að blessa þá gulu og bláu.

Næsta tímabil verður fjórða tímabil Grindavíkur í Lengjudeildinni í röð. Liðið féll úr efstu deild 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×