Telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2022 19:06 Íslendingar hafa aldrei verið óhamingjusamari. Guðmunda er á tíræðisaldri og segist hamingjusamasta kona landsins. vísir Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis telur óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjarskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Fréttastofa ræddi við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu. Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54