Óskar Hrafn: Verðum að halda einbeitingu 8. október 2022 17:57 Óskar Hrafn var með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 2-1 útisigri gegn KA í dag. Hann fór um víðan völl í viðtali við blaðamann. „Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira