Óskar Hrafn: Verðum að halda einbeitingu 8. október 2022 17:57 Óskar Hrafn var með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 2-1 útisigri gegn KA í dag. Hann fór um víðan völl í viðtali við blaðamann. „Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira