Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:22 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent