Helgi mun því stýra liði Grindavíkur í Lengjudeildinni næsta sumar en hann gerir tveggja ára samning við félagið.
Í tilkynningu Grindavíkur segir að Helgi muni klára tímabilið sem aðstoðarþjálfari hjá Val og hefja störf hjá Grindavík þann 1. nóvember næstkomandi.
Grindavík hafnaði í 6.sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.