„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:46 Matthías fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Diego Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. „Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10
„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15