Arnar Gunnlaugsson: Innilega til hamingju Blikar nær og fjær Sverrir Mar Smárason skrifar 10. október 2022 21:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik í sumar. Vísir/Vilhelm Víkingur tapaði í kvöld 2-1 í leik gegn Stjörnunni og gerðu með því Breiðablik að Íslandsmeisturum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, byrjaði á því að óska öllu Blikum til hamingju. „Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
„Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15