Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:01 Sara Björk Gunnarsdóttir var niðurlút í leikslok. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti. „Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira
„Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Sjá meira