„Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:18 Sveindís Jane Jónsdóttir Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir kveðst hafa verið bæði reið og sár eftir 4-1 tap Íslands fyrir Portúgal í umspili um HM-sæti í Portúgal í kvöld. Margar tilfinningar láti á sér kræla sem fæstar séu jákvæðar. „Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35
Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11
Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49