Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 10:10 Ólöf Helga Adolfsdóttir er í framboði til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. Þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, drógu framboð sín til forseta og varaforseta til baka og gengu út af þingi ASÍ með miklu fjaðrafoki í gær. Ragnar Þór vísaði eftir á til persónuárása og hótana sem hann hefði sætt. Rætt hefur verið um að VR og Efling gætu dregið sig út úr ASÍ. Ólöf Helga, sem er ritari stjórnar Eflingar og hefur átt í deilum við Sólveigu Önnu, sagði atburðina afar leiðinlega í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hún er nú ein í framboði til forseta svo vitað sé. Spurð að því hvort að hún teldi að sættir næðust innan hreyfingarinnar eða einhver félög segðu sig úr ASÍ sagðist Ólöf Helga vonast eftir sættum. „Ef einhverjir vilja ekki vera með þá vilja þeir ekki vera með en ég vona að við getum öll verið með,“ sagði hún. Verði hún kjörin forseti ASÍ muni hún reyna að hafa samband við þremenningana enda telji hún styrk í fjöldanum og samstöðunni. Hún sé þó ekki sérlega bjarsýn á að þau verði til í það á næstu dögum en vonandi fljótlega. „Ég vona að þau geti séð það að hreyfingin þurfi á okkur öllum að halda,“ sagði Ólöf Helga. Árásirnar ekki frá henni komnar Hvað fullyrðingar um persónuárásir og hótanir varðar sagði Ólöf Helga að sér þætti rosalega skrýtið að þremenningarniar héldu slíku fram. Hver sem er gæti flett því upp að hún sjálf hefði ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó að hún hafi vissulega gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Engir persónulegir póstar skoðaðir Ásakanir Sólveigar Önnu um að þær Agniezka Ewa Ziólkowska hafi sem starfandi formaður og varaformaður brotist inn í tölvupósta sína og njósnað um sig sagði Ólöf Helga afbökun á því sem raunverulega gerðist. Sólveig Anna hafi ekki skilað öllum þeim gögnum sem félagið þurfti eftir að hún sagði af sér sem formaður síðasta haust. Gögnin hafi aðeins verið í pósthólfi fyrrverandi formannsins. Sólveig Anna hafi fengið tvær vikur til að eyða persónulegum gögnum úr pósthólfinu en annað hafi verið eign félagsins. „Það var enginn að skoða neina persónulega pósta ef þeir voru ennþá þarna inni. Það var bara verið að leita að ákveðnum gögnum um ákveðin mál sem tengdust Eflingu og voru mikilvæg fyrir mál ákveðins félagsmanns,“ sagði Ólöf Helga. Eðlilegt að spyrja um möguleikann á hópuppsögnum Facebook-færsla Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, formanns Bárunnar, virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Ragnari Þór en hann vísaði ítrekað til hennar um ákvörðun sína um að draga framboðið til baka. Hann hafi verið kallaður ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ. Ólöf Helga sagðist ekki geta séð að Halldóra hafi kallað Ragnar Þór ofbeldismann þó að hún hafi talað um ofbeldismenningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá hafi það ekki verið óeðlileg spurning að velta upp hvort að mögulega yrði ráðist í hópuppsagnir á starfsfólki sambandsins kæmust þremenningarnir til valda innan þess. Enginn hafi til dæmis búist við því að formaður Eflingar færi í hópuppsagnir. Aðdragandinn nú hafi mögulega verið svipaður að einhverju leyti þar sem talað hafi verið illa um starfsfólk og fulltrúa ASÍ. „Það er alveg eðlilegt að þessum spurningum sé velt upp,“ sagði Ólöf Helga. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Bítið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, drógu framboð sín til forseta og varaforseta til baka og gengu út af þingi ASÍ með miklu fjaðrafoki í gær. Ragnar Þór vísaði eftir á til persónuárása og hótana sem hann hefði sætt. Rætt hefur verið um að VR og Efling gætu dregið sig út úr ASÍ. Ólöf Helga, sem er ritari stjórnar Eflingar og hefur átt í deilum við Sólveigu Önnu, sagði atburðina afar leiðinlega í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hún er nú ein í framboði til forseta svo vitað sé. Spurð að því hvort að hún teldi að sættir næðust innan hreyfingarinnar eða einhver félög segðu sig úr ASÍ sagðist Ólöf Helga vonast eftir sættum. „Ef einhverjir vilja ekki vera með þá vilja þeir ekki vera með en ég vona að við getum öll verið með,“ sagði hún. Verði hún kjörin forseti ASÍ muni hún reyna að hafa samband við þremenningana enda telji hún styrk í fjöldanum og samstöðunni. Hún sé þó ekki sérlega bjarsýn á að þau verði til í það á næstu dögum en vonandi fljótlega. „Ég vona að þau geti séð það að hreyfingin þurfi á okkur öllum að halda,“ sagði Ólöf Helga. Árásirnar ekki frá henni komnar Hvað fullyrðingar um persónuárásir og hótanir varðar sagði Ólöf Helga að sér þætti rosalega skrýtið að þremenningarniar héldu slíku fram. Hver sem er gæti flett því upp að hún sjálf hefði ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó að hún hafi vissulega gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Engir persónulegir póstar skoðaðir Ásakanir Sólveigar Önnu um að þær Agniezka Ewa Ziólkowska hafi sem starfandi formaður og varaformaður brotist inn í tölvupósta sína og njósnað um sig sagði Ólöf Helga afbökun á því sem raunverulega gerðist. Sólveig Anna hafi ekki skilað öllum þeim gögnum sem félagið þurfti eftir að hún sagði af sér sem formaður síðasta haust. Gögnin hafi aðeins verið í pósthólfi fyrrverandi formannsins. Sólveig Anna hafi fengið tvær vikur til að eyða persónulegum gögnum úr pósthólfinu en annað hafi verið eign félagsins. „Það var enginn að skoða neina persónulega pósta ef þeir voru ennþá þarna inni. Það var bara verið að leita að ákveðnum gögnum um ákveðin mál sem tengdust Eflingu og voru mikilvæg fyrir mál ákveðins félagsmanns,“ sagði Ólöf Helga. Eðlilegt að spyrja um möguleikann á hópuppsögnum Facebook-færsla Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, formanns Bárunnar, virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Ragnari Þór en hann vísaði ítrekað til hennar um ákvörðun sína um að draga framboðið til baka. Hann hafi verið kallaður ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ. Ólöf Helga sagðist ekki geta séð að Halldóra hafi kallað Ragnar Þór ofbeldismann þó að hún hafi talað um ofbeldismenningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá hafi það ekki verið óeðlileg spurning að velta upp hvort að mögulega yrði ráðist í hópuppsagnir á starfsfólki sambandsins kæmust þremenningarnir til valda innan þess. Enginn hafi til dæmis búist við því að formaður Eflingar færi í hópuppsagnir. Aðdragandinn nú hafi mögulega verið svipaður að einhverju leyti þar sem talað hafi verið illa um starfsfólk og fulltrúa ASÍ. „Það er alveg eðlilegt að þessum spurningum sé velt upp,“ sagði Ólöf Helga.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Bítið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira