Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 20:22 Alex Jones er í vondum málum. Tyler Sizemore/Hearst Connecticut Media via AP, Pool, File Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem fjölskyldurnar höfðuðuð gegn Jones. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá var Jones sakaður um það nú að hafa nýtt sér samsæriskenningarnar til þess að byggja upp áhorfendahóp á sjómvarpsráðs hans, samsæriskenningamiðlinum Infowars. Með þessu hafi hann hagnast um milljónir dollara. Barbara Bellis, dómari í málinu.H John Voorhees III/Hearst Connecticut Media via AP) Dómari í umræddi máli komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart þeim samsæriskenningum sem hann setti fram og ýtti undir í samsæriskenningamiðlinum, Fyrir stundu komst dómarinn að niðurstöðu um hversu háar skaðabæturnar ættu að vera. Alls þarf Jones að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara. Fyrr á árinu var Jones dæmdur til að greiða 50 milljónir dollara vegna máls af sama meiði. Eru skaðabæturnar sem Jones þarf að greiða því yfir einn milljarður dollara. Í íslenskum krónum eru það um 144 milljarðar króna. Til að setja þá upphæð í íslenskt samhengi mætti byggja á bilinu sex til átta Hörpur fyrir þá fjárhæð. A Connecticut jury on Wednesday decided how much conspiracy theorist Alex Jones must pay the families of victims from the 2012 Sandy Hook shooting — here’s the breakdown: pic.twitter.com/jw4sg9UT7v— NowThis (@nowthisnews) October 12, 2022 Niðurstaðan í málunum tveimur var tilkomin vegna þess að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Óvíst er hvort að Jones hafi efni á því að greiða skaðabæturnar. Hann hefur áður sagt að hann geti ekki greitt meira en tvær milljónir dollara í skaðabætur. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem fjölskyldurnar höfðuðuð gegn Jones. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá var Jones sakaður um það nú að hafa nýtt sér samsæriskenningarnar til þess að byggja upp áhorfendahóp á sjómvarpsráðs hans, samsæriskenningamiðlinum Infowars. Með þessu hafi hann hagnast um milljónir dollara. Barbara Bellis, dómari í málinu.H John Voorhees III/Hearst Connecticut Media via AP) Dómari í umræddi máli komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart þeim samsæriskenningum sem hann setti fram og ýtti undir í samsæriskenningamiðlinum, Fyrir stundu komst dómarinn að niðurstöðu um hversu háar skaðabæturnar ættu að vera. Alls þarf Jones að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara. Fyrr á árinu var Jones dæmdur til að greiða 50 milljónir dollara vegna máls af sama meiði. Eru skaðabæturnar sem Jones þarf að greiða því yfir einn milljarður dollara. Í íslenskum krónum eru það um 144 milljarðar króna. Til að setja þá upphæð í íslenskt samhengi mætti byggja á bilinu sex til átta Hörpur fyrir þá fjárhæð. A Connecticut jury on Wednesday decided how much conspiracy theorist Alex Jones must pay the families of victims from the 2012 Sandy Hook shooting — here’s the breakdown: pic.twitter.com/jw4sg9UT7v— NowThis (@nowthisnews) October 12, 2022 Niðurstaðan í málunum tveimur var tilkomin vegna þess að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Óvíst er hvort að Jones hafi efni á því að greiða skaðabæturnar. Hann hefur áður sagt að hann geti ekki greitt meira en tvær milljónir dollara í skaðabætur.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48
Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent