Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 10:05 Sjálfboðaliðar hjálpa til við að hreinsa til eftir sprengjuárás í borginni Saporisjía í vikunni. AP/Leo Correa Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38