Vilja gera kynsegin fólki kleift að breyta eftirnafni án breyttrar kynskráningar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2022 12:01 Átta þingmenn úr röðum Pírata og Viðreisnar standa á bak við tillöguna. Vísir/Vilhelm Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn vilja sjá breytingar á mannanafnalögum til að bæta stöðu kynsegin fólks. Þeir leggja meðal annars til að fólki verði leyft að breyta eftirnöfnum sínum án þess að það sé búið að breyta kynskráningunni. Átta stjórnarandstöðuþingmenn Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks hvað varðar foreldrisnöfn og vegabréf. „Annars vegar ætlum við að breyta mannanafnalögum þannig að skrefið sé tekið til fulls sem var stigið hérna 2019 með lögum um kynrætt sjálfræði. Í dag er það þannig að fornöfn eru alveg ótengd kynskráningu þannig að þú gætir heitið Guðmundur en þú verður að vera dóttir,“ segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og einn af flutningsmönnum frumvarpsins. „Hins vegar er fullt af fólki, sérstaklega kynseginfólki, sem kannski vill ekki taka skrefið og breyta kynskráningunni í þjóðskrá en vill prufukeyra aðra endingu á eftirnafnið. Það má ekki samkvæmt lögum í dag nema þú sért búinn að breyta kynskráningunni. Þannig ef þú vildir vera Pétursbur eða bara Péturs þá máttu það ekki. Við viljum bara gera þetta jafn sveigjanlegt og fornöfnin,“ segir Andrés og vísar til þess að blaðamaður er Pétursdóttir. Hitt stóra atriðið í frumvarpinu segir Andrés vera öryggisatriði fyrir kynsegin fólk. „Í dag er það þannig að ef þú velur hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá þá færðu það merkt sérstaklega í vegabréf og það getur verið meira en bara vesen. Það getur verið hættulegt þegar þú ert á landamærastöðvum í sumum löndum að vera með skilríki þar sem er bara stimplað að þú sért hinsegin. Þú ert með alveg sérstaka skráningu á því. Þannig að við erum að leggja til að fólk sem er með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá geti fengið aukavegabréf þar sem að þessi skráning kemur ekki fram sem það getur framvísað á til dæmis landamærastöðvum þar sem það hefur ástæðu til að óttast um öryggis sitt.“ Þá segir Andrés eina litla breytingu einnig í frumvarpinu. „Í mannanafnalögum er það þannig að ófeðrað barn má kenna til afa síns en ef við erum að svona gæta samræmis varðandi það að kyn sé ekki breyta í þessum lögum þá þarf að opna það að barnið sé kennt til ömmu eða foreldri foreldris sem er með hlutlausa skráningu kyns. Þannig að í staðin fyrir það megi kenna til afa síns þá segir í frumvarpinu að megi kenna til foreldri foreldrisins. Sem er í rauninni bara eins og að segja að einhver sé piparsveinn þá er hann ógiftur karlmaður. Þetta er í rauninni bara verið að skipta á jöfnu út þannig að þetta sé sveigjanlegra og endurspegli einmitt þetta lagaumhverfi sem var innleitt fyrir þremur árum.“ Hann telur að ef frumvarpið verði að lögum hafi það mikla þýðingu fyrir kynsegin fólk. „Þetta þýðir annars vegar að fólk er frjálsara varðandi val á nafni. Kannski sérstaklega að það skipti máli fyrir einstaklinga sem eru að stíga kannski fyrstu skref í átt að kynleiðréttingu að þau geti prófað sig áfram með nafnið. Sumum nægir líka að gera það að þurfa ekki að fara alla leið í að breyta kynskráningu í þjóðskrá. Hins vegar snýst þetta bara um ósköp einfalt en mikilvægt öryggisatriði fyrir kynsegin fólk á ferðalögum.“ Mannanöfn Jafnréttismál Hinsegin Alþingi Píratar Viðreisn Vegabréf Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
Átta stjórnarandstöðuþingmenn Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks hvað varðar foreldrisnöfn og vegabréf. „Annars vegar ætlum við að breyta mannanafnalögum þannig að skrefið sé tekið til fulls sem var stigið hérna 2019 með lögum um kynrætt sjálfræði. Í dag er það þannig að fornöfn eru alveg ótengd kynskráningu þannig að þú gætir heitið Guðmundur en þú verður að vera dóttir,“ segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og einn af flutningsmönnum frumvarpsins. „Hins vegar er fullt af fólki, sérstaklega kynseginfólki, sem kannski vill ekki taka skrefið og breyta kynskráningunni í þjóðskrá en vill prufukeyra aðra endingu á eftirnafnið. Það má ekki samkvæmt lögum í dag nema þú sért búinn að breyta kynskráningunni. Þannig ef þú vildir vera Pétursbur eða bara Péturs þá máttu það ekki. Við viljum bara gera þetta jafn sveigjanlegt og fornöfnin,“ segir Andrés og vísar til þess að blaðamaður er Pétursdóttir. Hitt stóra atriðið í frumvarpinu segir Andrés vera öryggisatriði fyrir kynsegin fólk. „Í dag er það þannig að ef þú velur hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá þá færðu það merkt sérstaklega í vegabréf og það getur verið meira en bara vesen. Það getur verið hættulegt þegar þú ert á landamærastöðvum í sumum löndum að vera með skilríki þar sem er bara stimplað að þú sért hinsegin. Þú ert með alveg sérstaka skráningu á því. Þannig að við erum að leggja til að fólk sem er með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá geti fengið aukavegabréf þar sem að þessi skráning kemur ekki fram sem það getur framvísað á til dæmis landamærastöðvum þar sem það hefur ástæðu til að óttast um öryggis sitt.“ Þá segir Andrés eina litla breytingu einnig í frumvarpinu. „Í mannanafnalögum er það þannig að ófeðrað barn má kenna til afa síns en ef við erum að svona gæta samræmis varðandi það að kyn sé ekki breyta í þessum lögum þá þarf að opna það að barnið sé kennt til ömmu eða foreldri foreldris sem er með hlutlausa skráningu kyns. Þannig að í staðin fyrir það megi kenna til afa síns þá segir í frumvarpinu að megi kenna til foreldri foreldrisins. Sem er í rauninni bara eins og að segja að einhver sé piparsveinn þá er hann ógiftur karlmaður. Þetta er í rauninni bara verið að skipta á jöfnu út þannig að þetta sé sveigjanlegra og endurspegli einmitt þetta lagaumhverfi sem var innleitt fyrir þremur árum.“ Hann telur að ef frumvarpið verði að lögum hafi það mikla þýðingu fyrir kynsegin fólk. „Þetta þýðir annars vegar að fólk er frjálsara varðandi val á nafni. Kannski sérstaklega að það skipti máli fyrir einstaklinga sem eru að stíga kannski fyrstu skref í átt að kynleiðréttingu að þau geti prófað sig áfram með nafnið. Sumum nægir líka að gera það að þurfa ekki að fara alla leið í að breyta kynskráningu í þjóðskrá. Hins vegar snýst þetta bara um ósköp einfalt en mikilvægt öryggisatriði fyrir kynsegin fólk á ferðalögum.“
Mannanöfn Jafnréttismál Hinsegin Alþingi Píratar Viðreisn Vegabréf Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira