Íslenski boltinn

Birkir á­fram á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Heimisson í baráttunni við Matthías Vilhjálmsson.
Birkir Heimisson í baráttunni við Matthías Vilhjálmsson. Vísir/Bára Dröfn

Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Birkir var einn fjölda leikmanna Vals sem var að verða samningslaus þegar Íslandsmótinu lýkur. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning og talið er að nafni hans, Birkir Már Sævarsson, geri slíkt hið sama áður en langt um líður.

Mikið hefur gengið á hjá Val í dag en einnig var tilkynnt að Arnar Grétarsson hefði verið ráðinn sem þjálfari liðsins frá og með 1. nóvember.

Hinn 22 ára gamli Birkir er uppalinn hjá Þór Akureyri en fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi. Hann kom til Vals og árið 2019 og hefur leikið tæplega 80 leiki fyrir Valsliðið og varð Íslandsmeistari með liðinu haustið 2020. Þá hefur Birkir spilað 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×