Segir að óvænta hetjan á Old Trafford eigi eftir að fá Jerry Maguire símtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 08:00 Francis Uzoho og svo Tom Cruise í hlutverki umboðsmannsins Jerry Maguire. Samsett/Getty Francis Uzoho sló í gegn með frammistöðu sinni í marki Omonia Nicosia á Old Trafford í gærkvöldi en þessi 23 ára gamli markvörður hefur stolið fyrirsögnunum eftir leikinn þrátt fyrir tap kýpverska liðsins. Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira