„Óboðleg staða“ í Vestmannaeyjum Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 11:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku. Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris. Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris.
Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira