„Óboðleg staða“ í Vestmannaeyjum Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 11:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku. Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris. Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris.
Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira