KR reyndi að semja aftur við Kjartan: „Gefur karlinum fokk-merki“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2022 12:04 Kjartan Henry Finnbogason sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil en endurkoman hefur ekki gengið upp sem skyldi. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason virðist vera á förum frá KR að loknu tímabilinu. Hann gaf í skyn á Twitter að kveðjurnar frá uppeldisfélaginu væru kaldar. Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira