Körfubolti

Tvöfaldi meistarinn aftur til Vals en ekki með í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Kristófer Acox og Callum Lawson urðu Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð.
Kristófer Acox og Callum Lawson urðu Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Dröfn

Callum Lawson, eini maðurinn sem orðið hefur Íslandsmeistari í körfubolta síðustu tvö ár í röð, hefur fengið félagaskipti í Val að nýju.

Lawson hefur leikið á Íslandi síðustu þrjú tímabil, fyrst með Keflavík og svo með Þór Þorlákshöfn og Val en hann varð Íslandsmeistari með Þór 2021 og endurtók svo leikinn með Val í vor.

Hann yfirgaf Val í sumar til þess að spila með liði Jav CM í frönsku B-deildinni en það gekk ekki betur upp en svo að Lawson er nú á leið til landsins og mun spila með Val í vetur.

Lawson verður aftur á móti ekki með Val gegn Grindavík í kvöld. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði í samtali við Vísi að von væri á leikmanninum til landsins um helgina.

Á síðustu leiktíð í Subway-deildinni lék Lawson flestar mínútur leikmanna Vals. Hann skoraði að meðaltali 14,7 stig, tók 4,4 fráköst og gaf 1,4 stoðsendingar.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×