Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2022 21:01 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi þungunarrof vera ömurlega. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. Ríflega 3200 flóttamenn hafa komið til landsins frá því í upphafi árs, þar af tæplega 1900 frá Úkraínu, 661 frá Venesúela og 152 frá Palestínu. Síðustu fjórtán daga hafa 258 sótt um vernd, þar af 113 síðustu sjö daga. Útlendingastofnun spáir því að flóttamenn verði um fimm þúsund í ár. Það sem af er ári hafa ríflega 3.200 sótt um vernd hér á landi.Grafík/Kristján Dómsmálaráðherra segir yfirvöld hafa misst ákveðna stjórn á stöðunni þar sem þau ráði ekki við hvernig fólk streymir til landsins en Ísland taki við hlutfallslega langflestum flóttamönnum í Evrópu. „Við erum hér með ákveðið umhverfi sem virkar eins og segull á ákveðna hópa í að koma hingað frekar en annað,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um þá stöðu sem blasir nú við. „Við þurfum að grípa til ráðstafana þar sem vandamálið er að vaxa okkur, að mínu mati, yfir höfuð.“ Frumvarp um breytingar á útlendingalögum fari væntanlega inn á þingið á næstu dögum en löggjöfin þurfi í samspili við aðrar ráðstafanir að stemma stigu við þróuninni. Þá séu til að mynda brottvísanir í fullum gangi, þó ákveðnir erfiðleikar blasi við þar. „Við þurfum kannski að horfa til þess að koma á ákveðnara skipulagi, við höfum reyndar verið að gera ráðstafanir til að gera þær skilvirkari, en við erum með ábendingar frá samstarfsþjóðum okkar inn í Schengen að þessi þáttur sé ekki í nógu góðum farvegi,“ segir Jón. Þurfi að gera kerfið í kringum brottvísanir skilvirkara Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra eru 35 einstaklingar sem til að mynda er verið að undirbúa að flytja til Grikklands. Af þeim hafa átta ekki fundist og gætu því verið enn á landinu eða komin úr landi. Í öðrum löndum eru að sögn Jóns svokölluð takmörkuð búsetuúrræði þar sem haldið sé utan um einstaklinga sem hafi hlotið synjun um vernd og för þeirra takmörkuð á meðan þau bíði þess að vera vísað úr landi. Þannig er auðveldara að hafa uppi á umræddum einstaklingum þegar að því kemur. „Við erum ekki með slík búsetuúrræði en eigum að uppfylla þau skilyrði samkvæmt Schengen sáttmálanum og höfum fengið athugasemdir við það að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag hér í þessum málum og hjá öðrum þjóðum. Við þurfum að horfa til þess að gera það kerfi skilvirkara heldur en það er,“ segir Jón. Auk þess sem bregðast þurfi við því þá segir Jón að innviðir ráði ekki við fjöldann sem þegar sé kominn og telur að vandinn muni aðeins fara vaxandi. „Við sjáum vandamálin í dag, við erum farin að opna hér fjöldahjálpastöðvar, ég spái því að þær þurfi að verða fleiri í framtíðinni, þannig að áskoranirnar eru það miklar að það blasir við öllum sem að skoða þetta að við verðum að stíga hér mjög fast til jarðar,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32 Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01 Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ríflega 3200 flóttamenn hafa komið til landsins frá því í upphafi árs, þar af tæplega 1900 frá Úkraínu, 661 frá Venesúela og 152 frá Palestínu. Síðustu fjórtán daga hafa 258 sótt um vernd, þar af 113 síðustu sjö daga. Útlendingastofnun spáir því að flóttamenn verði um fimm þúsund í ár. Það sem af er ári hafa ríflega 3.200 sótt um vernd hér á landi.Grafík/Kristján Dómsmálaráðherra segir yfirvöld hafa misst ákveðna stjórn á stöðunni þar sem þau ráði ekki við hvernig fólk streymir til landsins en Ísland taki við hlutfallslega langflestum flóttamönnum í Evrópu. „Við erum hér með ákveðið umhverfi sem virkar eins og segull á ákveðna hópa í að koma hingað frekar en annað,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um þá stöðu sem blasir nú við. „Við þurfum að grípa til ráðstafana þar sem vandamálið er að vaxa okkur, að mínu mati, yfir höfuð.“ Frumvarp um breytingar á útlendingalögum fari væntanlega inn á þingið á næstu dögum en löggjöfin þurfi í samspili við aðrar ráðstafanir að stemma stigu við þróuninni. Þá séu til að mynda brottvísanir í fullum gangi, þó ákveðnir erfiðleikar blasi við þar. „Við þurfum kannski að horfa til þess að koma á ákveðnara skipulagi, við höfum reyndar verið að gera ráðstafanir til að gera þær skilvirkari, en við erum með ábendingar frá samstarfsþjóðum okkar inn í Schengen að þessi þáttur sé ekki í nógu góðum farvegi,“ segir Jón. Þurfi að gera kerfið í kringum brottvísanir skilvirkara Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra eru 35 einstaklingar sem til að mynda er verið að undirbúa að flytja til Grikklands. Af þeim hafa átta ekki fundist og gætu því verið enn á landinu eða komin úr landi. Í öðrum löndum eru að sögn Jóns svokölluð takmörkuð búsetuúrræði þar sem haldið sé utan um einstaklinga sem hafi hlotið synjun um vernd og för þeirra takmörkuð á meðan þau bíði þess að vera vísað úr landi. Þannig er auðveldara að hafa uppi á umræddum einstaklingum þegar að því kemur. „Við erum ekki með slík búsetuúrræði en eigum að uppfylla þau skilyrði samkvæmt Schengen sáttmálanum og höfum fengið athugasemdir við það að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag hér í þessum málum og hjá öðrum þjóðum. Við þurfum að horfa til þess að gera það kerfi skilvirkara heldur en það er,“ segir Jón. Auk þess sem bregðast þurfi við því þá segir Jón að innviðir ráði ekki við fjöldann sem þegar sé kominn og telur að vandinn muni aðeins fara vaxandi. „Við sjáum vandamálin í dag, við erum farin að opna hér fjöldahjálpastöðvar, ég spái því að þær þurfi að verða fleiri í framtíðinni, þannig að áskoranirnar eru það miklar að það blasir við öllum sem að skoða þetta að við verðum að stíga hér mjög fast til jarðar,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32 Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01 Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54
Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32
Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43