Albert og félagar halda í við toppliðin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 14:15 Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu. vísir/Getty Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana. Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Sjá meira
Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Sjá meira