Fótbolti

„Brekka fyrir okkur“

Sindri Már Fannarsson skrifar
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis. Vísir/Hulda Margrét

Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í botnslag Bestu deildar karla í dag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ósáttur með niðurstöðuna.

Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í botnslag Bestu deildar karla í dag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ósáttur með niðurstöðuna. Leiknismenn þurfa nú að vinna báða af sínum leikjum sem eftir eru auk þess að treysta á að FH fái ekki meira en eitt stig til að eiga von um að halda stöðu sinni í deildinni.

„Þetta var bara þrusu leikur. Ég er svekktur með mörkin sem við erum að fá á okkur enn einu sinni. En mér fannst við bara gera að mörgu leiti vel, mér fannst við gera betur í dag en í síðustu tveimur leikjum og mér fannst einhvern veginn hvernig við spiluðum þennan leik að við hefðum átt að fá meira út úr honum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik.

Aðstæður á Domusnova-vellinum voru ekki ákjósanlegar.

„Þetta eru ekki góðar aðstæður hérna, kalt og vindur og það hefur svolítil áhrif á hvernig leikurinn spilast en það er bara eins og það er.“

Sigurður hefur ekki gefið upp von um að halda Leikni í Bestu deildinni.

„Við metum það bara þannig að þetta er brekka fyrir okkur núna. En við þurfum bara að halda áfram. Það eru bara tveir leikir eftir og við mætum bara í næsta leik og vinnum hann. Það eru tveir leikir eftir og [FH] eiga eftir að spila tvo leiki og við tvo leiki og við fáum sex stig og þeir vonandi ekki meira en eitt. Við þurfum einhvern veginn að þýða völlinn hérna í vikunni og við erum bara með bakið upp við vegg. Svekkjandi að þetta sé ekki í okkar höndum og að við þurfum að vonast eftir einhverju öðru,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×