Ræðan sem rauk út á haf! Signý Jóhannesdóttir skrifar 17. október 2022 10:01 Þegar fór að styttast í 45. þing ASÍ og ljóst var að ákveðnir aðilar úr hópi forystufólks voru farnir að tilkynna um framboð, sem að mínu mati hefði þýtt fjandsamlega yfirtöku sambandsins, settist ég niður og skrifaði ræðu til að flytja undir liðnum önnur mál í þinglok. Ég er ýmsu vön í félagsstarfi en sú atburðarás sem upphófst á þinginu var með þeim ólíkindum að engum reifarahöfundi hefði dottið í hug að setja þetta saman. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að birta þessa meintu ræðu sem kafla í reifaranum. Ég vona innilega að það komi aldrei til að ræðan verði flutt: Ástæða þess að ég tek hér til máls undir liðnum önnur mál, er sú að nú hafa þau tíðindi gerst að kosið hefur verið til forystu í ASÍ hópur fólks sem ég hef lítinn áhuga að starfa með. Ég vil því nota þetta tækifæri til að tilkynna að ég mun ekki gefa kost á mér til frekari trúnaðarstarfa fyrir ASÍ. Ég hef upp á síðkastið starfað í Skipulags- og starfsháttanefnd, sem og í laganefnd og biðst hér með undan frekari setu þar. Eins hef ég verið fulltrúi ASÍ í nefnd um endurskoðun á 12. kafla um veikindarétt í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Einnig hef ég verið fulltrúi sambandsins í Starfsfræðsluráði félags, heilbrigðis- og uppeldisgreina. Ég óska hér með eftir því að vera leyst undan þessum störfum. Ástæða þess að ég, sem hef viljað af einlægni taka að mér hin fjölbreyttustu störf fyrir verkafólk á þessu landi, treysti mér nú ekki til að vinna í nafni ASÍ, er sú að þetta nýja forystufólk er þannig innstillt að ég tel mig ekki eiga nokkra samleið með þeim eða að ég geti varið eða staðið með skoðunum þeirra. Ég hef átt langt og gott samstarf með verkalýðshreyfingunni fram til þessa. Ég tel að ég hafi tekið þátt í því að breyta samfélaginu til hins betra t.d. með tilurð fæðingarorlofs fyrir báða foreldra, stofnun fræðslusjóða verkafólks, stofnun fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og stofnun hins opinbera Fræðslusjóðs. Stofnun Virk starfsenduhæfingarsjóðs, stofnun Bjargs íbúðafélags árið 2016 á 100 ára afmæli ASÍ. Einnig hef ég komið að því að semja um jöfnun mótframlaga í lífeyrissjóði á almennum og opinberum markaði, semja um lengingu á fæðingarorlofi. Semja um bætta réttarstöðu verkafólks á leigumarkaði, hækkun á greiðslum úr ábyrgðasjóði launa o. fl. og fl. upptalningin er alls ekki tæmandi. Ég var og er líka stuðningsmaður SALEK, sem þetta fólk skilur ekki og hefur gert að einu allsherjar skammaryrði og upplýsir bara um takmarkaðan skilning þeirra á samfélaginu. Flest af því sem ég hef hér talið upp var unnið í tíð Gylfa Arnbjörnssonar sem forseta ASÍ. Núverandi forysta telur sér það til tekna að hafa hrakið hann úr starfi. Þau studdu fyrir fjórum árum Drífu Snædal í forystuhlutverk ASÍ og afrekuðu það nú síðsumars að hrekja hana úr forystunni, fyrstu konuna á forsetastóli. Ég var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram en tel að hún hafi vaxiðí starfi með hverju árinu sem leið. Megi þetta ofbeldisfólk hafa skömm fyrir framgang sinn sem leiddi til brotthvarfs hennar. Góðir fundarmenn Nýja forystan, telur að lýðræðið felist í því að meirihlutinn kúgi minnihlutann. Skoðanir þeirra særstu séu alltaf réttar og engu máli skipti þær skoðanir, sem koma frá öðrum af því að þeirra félög séu svo lítil, smælingjunum megi bara bjóðast að vera sammála stórveldunum, eigi að klappa fyrir foryngjunum og falla svo fram og tilbiðja þá. Þannig umhverfi er í mínum huga ekki eftirsóknarvert og endar bara illa. Skynsemi á ekkert skylt við stærð aðildarfélaganna. Ég vil að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem ég hef haft tækifæri til að starfa með á liðnum áratugum, bæði einstökum forystumönnum félaga og ekki síður starfsfólki ASÍ. Ég skora hér með á allt heiðarlegt og velviljað fólk að bíða af sér storminn, sem er í vændum. Verum minnug þess að öll él birtir upp um síðir. Stormurinn sem kom upp að suðurströndinni þennan mánudagsmorgun 10. október 2022, hringslólaði yfir fundarsölum á Hótel Hilton fram á þriðjudag 11. okt. þá strunsaði stormsveipurinn út, dróg með sér nokkurt fylgdarlið og skildi þingheim eftir í forundran. Það ætla ég að vona að þetta óveður komi aldrei aftur. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands, sem bæði á aðild að SGS og LÍV og var fulltrúi á 45. þingi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar fór að styttast í 45. þing ASÍ og ljóst var að ákveðnir aðilar úr hópi forystufólks voru farnir að tilkynna um framboð, sem að mínu mati hefði þýtt fjandsamlega yfirtöku sambandsins, settist ég niður og skrifaði ræðu til að flytja undir liðnum önnur mál í þinglok. Ég er ýmsu vön í félagsstarfi en sú atburðarás sem upphófst á þinginu var með þeim ólíkindum að engum reifarahöfundi hefði dottið í hug að setja þetta saman. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að birta þessa meintu ræðu sem kafla í reifaranum. Ég vona innilega að það komi aldrei til að ræðan verði flutt: Ástæða þess að ég tek hér til máls undir liðnum önnur mál, er sú að nú hafa þau tíðindi gerst að kosið hefur verið til forystu í ASÍ hópur fólks sem ég hef lítinn áhuga að starfa með. Ég vil því nota þetta tækifæri til að tilkynna að ég mun ekki gefa kost á mér til frekari trúnaðarstarfa fyrir ASÍ. Ég hef upp á síðkastið starfað í Skipulags- og starfsháttanefnd, sem og í laganefnd og biðst hér með undan frekari setu þar. Eins hef ég verið fulltrúi ASÍ í nefnd um endurskoðun á 12. kafla um veikindarétt í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Einnig hef ég verið fulltrúi sambandsins í Starfsfræðsluráði félags, heilbrigðis- og uppeldisgreina. Ég óska hér með eftir því að vera leyst undan þessum störfum. Ástæða þess að ég, sem hef viljað af einlægni taka að mér hin fjölbreyttustu störf fyrir verkafólk á þessu landi, treysti mér nú ekki til að vinna í nafni ASÍ, er sú að þetta nýja forystufólk er þannig innstillt að ég tel mig ekki eiga nokkra samleið með þeim eða að ég geti varið eða staðið með skoðunum þeirra. Ég hef átt langt og gott samstarf með verkalýðshreyfingunni fram til þessa. Ég tel að ég hafi tekið þátt í því að breyta samfélaginu til hins betra t.d. með tilurð fæðingarorlofs fyrir báða foreldra, stofnun fræðslusjóða verkafólks, stofnun fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og stofnun hins opinbera Fræðslusjóðs. Stofnun Virk starfsenduhæfingarsjóðs, stofnun Bjargs íbúðafélags árið 2016 á 100 ára afmæli ASÍ. Einnig hef ég komið að því að semja um jöfnun mótframlaga í lífeyrissjóði á almennum og opinberum markaði, semja um lengingu á fæðingarorlofi. Semja um bætta réttarstöðu verkafólks á leigumarkaði, hækkun á greiðslum úr ábyrgðasjóði launa o. fl. og fl. upptalningin er alls ekki tæmandi. Ég var og er líka stuðningsmaður SALEK, sem þetta fólk skilur ekki og hefur gert að einu allsherjar skammaryrði og upplýsir bara um takmarkaðan skilning þeirra á samfélaginu. Flest af því sem ég hef hér talið upp var unnið í tíð Gylfa Arnbjörnssonar sem forseta ASÍ. Núverandi forysta telur sér það til tekna að hafa hrakið hann úr starfi. Þau studdu fyrir fjórum árum Drífu Snædal í forystuhlutverk ASÍ og afrekuðu það nú síðsumars að hrekja hana úr forystunni, fyrstu konuna á forsetastóli. Ég var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram en tel að hún hafi vaxiðí starfi með hverju árinu sem leið. Megi þetta ofbeldisfólk hafa skömm fyrir framgang sinn sem leiddi til brotthvarfs hennar. Góðir fundarmenn Nýja forystan, telur að lýðræðið felist í því að meirihlutinn kúgi minnihlutann. Skoðanir þeirra særstu séu alltaf réttar og engu máli skipti þær skoðanir, sem koma frá öðrum af því að þeirra félög séu svo lítil, smælingjunum megi bara bjóðast að vera sammála stórveldunum, eigi að klappa fyrir foryngjunum og falla svo fram og tilbiðja þá. Þannig umhverfi er í mínum huga ekki eftirsóknarvert og endar bara illa. Skynsemi á ekkert skylt við stærð aðildarfélaganna. Ég vil að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem ég hef haft tækifæri til að starfa með á liðnum áratugum, bæði einstökum forystumönnum félaga og ekki síður starfsfólki ASÍ. Ég skora hér með á allt heiðarlegt og velviljað fólk að bíða af sér storminn, sem er í vændum. Verum minnug þess að öll él birtir upp um síðir. Stormurinn sem kom upp að suðurströndinni þennan mánudagsmorgun 10. október 2022, hringslólaði yfir fundarsölum á Hótel Hilton fram á þriðjudag 11. okt. þá strunsaði stormsveipurinn út, dróg með sér nokkurt fylgdarlið og skildi þingheim eftir í forundran. Það ætla ég að vona að þetta óveður komi aldrei aftur. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands, sem bæði á aðild að SGS og LÍV og var fulltrúi á 45. þingi ASÍ.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar